Land-Eyjahöfn!!!!!!!!!

Hafnagarðarnir í LandeyjahöfnÞað er alltaf gott að vera vitur eftirá, Halldór B. Nellett hefði nú getað komið með þessar hugmyndir á hönnunartímanum, ég hef sagt það áður og segi það enn, að hafnargarðarnir verða að ná út að rif. Til gamans læt ég fylgja hér fyrir neðan blogggrein sem ég birti á síðunni í apríl 2008.

Myndin hér til hliðar er tekin í síðustu viku, þarna er Skandia að dæla í sig sandi.

Hvað á maður að halda eftir umræðuna undafarið hér í Eyjum, maður kemur ekki í góðra vinar hóp öðruvísi en að menn skeggræði Bakkafjöruhöfn og sýnist mér að menn séu dregnir í dilka eftir því hvort þeir séu með eða á móti Bakkafjöruhöfn. Umræðan er af hinu góða, en af hverju er hún svona heit núna? Spyr sá sem ekki veit, það er svo skrýtið með okkur mannfólkið hér í Vestmannaeyjum, að okkur finnst við alltaf vera vit eftir á, ég er á þeirri skoðun að það var búið að ákveða byggingu þessara hafnar fyrir síðustu kosningar hvort sem var bæjar eða þing. Ég er á því eftir að hafa tekið þátt í umræðunni um samgöngumál og spjallað við mis háttsetta menn í þjóðfélaginu að það sé verið að slá ryki í augun á okkur hér í Eyjum og alla landsmenn, út af hverju spyr einhver jú það er nú bara þannig að vanur sjómaður sem ég er þá sé ég ekki betur en að höfnin sem þeir ætla að byggja þarna upp í fjöru verði ekki nógu góð á veturna, þannig að eftir fyrsta veturinn í notkun komast(eða þykjast komast að því) þeir að því hvernig sjólag og brim hagar sér þarna í fjörunni, og hvað gera þeir þá? Jú lengja garðanna út fyrir sandrif sem þýðir einfaldlega það að svona framkvæmd verður komin í upphæð að virði jarðgagna, nú er kannski einhver sem les þessi orð að hugsa með sér að þessi náungi sé bara svartsýnis púki, en ég tel mig frekar raunsæjan mann til að réttlæta þessi skrif mín, ég er allavega mjög hræddur við þessa þróun sem er að verða að veruleika hjá okkur hér í Eyjum í dag, ég er sammála þeim röddum sem hafa gangrýnt Magnús Kristinsson fyrir það hvað hann kemur seint með undirskriftarlistann sem ég hef rita undir, en er ekki hægt að réttlæta það með því að segja" betra seint en aldrei". Nú gætu þeir sem þekkja mig sagt að ég ætti að vera ánægður með þessar samgöngubætur vegna þess að ég og tengdafjölskyldan mín eigum sumarhús upp undir Eyjaföllum og Bakkafjöruhöfn myndi breyta miklu fyrir okkur með ferðalög upp í sveit, þá vill ég frekar bjarta framtíð til handa börnum okkar hér í Eyjum heldur en þetta rugl sem er í uppsiglingu hjá samgönguyfirvöldum hér á landi.


mbl.is Landeyjahöfn á röngum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit að það eru margir ósáttir við framkvæmdina en eins og þú hefur margoft bent á Helgi, þá varð þetta reyndin og við verðum bara að gera það besta úr þessu eins og hægt er.

Jóhann Elíasson, 12.10.2011 kl. 09:05

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, Já við verðum víst að bíta í það súra epli. En mikið var gaman að vera á tuðru þarna.

Þakka þér fyrir innlitið Jóhann.

Helgi Þór Gunnarsson, 12.10.2011 kl. 18:27

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, mér finns hugmyndir Halldórs Nellett ekki vera mjög trúverðugar hvað þá skynsamlegar. Eða er eitthvað vit í því að opna höfnina til vesturs í átt að stæðstu öldum sem geta komið við suðurströndina  í SV veðrum ? .

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 12.10.2011 kl. 23:18

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já sæll Sigmar, fyrirgefðu hvað ég svara seint.

Það er auðvita góð spurning hvað það er skynsamlegt að vera með hafnarmynnið til vesturs.

Friðrik Björgvinsson iðnrekstrafræðingur hjá Vestmannaeyjabæ, kom með þá hugmynd í vetur sem leið, að reka niður tíu tommu rör austanmegin við hafnarmynnið, ég gæti trúað því að rörin myndu brjóta ölduna úr suð-austri við það, mér finnst þetta ráð vera það ódýrt að ráðamenn ættu að prufa fyrst austanmegin og svo ef það kemur vel út þá vestanmegin.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2011 kl. 22:33

5 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll aftur, nú er ég ekki með á notunum Helgi.  Hvernig á tíu tommu rör að brjóta ölduna?

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.10.2011 kl. 20:54

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já Sæll Sigmar, fyrir mér hefur því verið lýst þannig að rörin eru rekinn niður í sandinn út frá eystri hafnargarðinum í suður, svolítið austan megin við hafnarmynnið, og rörin yrðu rekinn niður á mikið dýpi í sandinn í tvöfaldri röð, sitt á hvað. Svo yrði að finna það út hvað er berst að hafa lagt á milli röranna, og líka hvað þessi röragarður ætti að ná lagt út í sjó.

Svona framkvæmd er það ódýr að hún er tilraunavæn, annað eins er nú bruðlað með í hjá SS mönnum.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 16.10.2011 kl. 17:01

7 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll, þó ég sé nú ekki alveg að fatta hvernig þetta á að virka, þá er auðvelt að prófa svona í hafnarlíkani. Svona hugmyndir er lika hægt að prófa í tölvulíkani. Gaman væri að fá nánari útlistun á þessari hugmynd.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.10.2011 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband