Afturhaldsseggir

Það var svo sem auðvita! Atvinnurekendur eru enn á móti framförum og betra lífi hjá barnafólki! Hvað er betra en þessi fjárfesting fyrir ríkið og fyrirtækin í landinu, vilja atvinnurekendur kannski flytja inn útlendinga til að vinna fyrir sig eftir að fólk vill ekki eignast orðið börn hér á landi því það verður svo dýrt?


mbl.is Leggjast gegn lengingu fæðingarorlofs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ed fólk hefur ekki efni áað fæða og ala upp börn, af hverju eiga aðrir sem ekkert hafa með börnin að gera að borga?

Skil ekki svona hugsunargang.

Kveðja fráHouston

Jóhann Kristinsson, 15.8.2016 kl. 02:00

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Jóhann! Þetta er ekki lýðræðisleg hugsun á bak við þessi skrif þín!

Ef við færum eftir því sem þú vilt, hvað þá?

Í mínum huga er þá bara eitt að gera, og við Íslendingar misnotuðum tækifærið er bankarnir hrundu, en það var að gera byltingu hér á landi! Búsáhaldabyltingin át börnin sín!

En Jóhann, úr því við veljum svona samfélag þá verðum við að reyna að semja réttlátar reglur til jafnaðar!

Helgi Þór Gunnarsson, 23.8.2016 kl. 21:47

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég veit ekki betur og móðir mín hefur staðfest það að hún fékk ekkert fæðingarorlf og fæðingarlaun þegar við systkinin fæddumst.

Við komumst á legg og ég byrjaði að vinna í frystihúsi 8 ára gamall, sem sagt við höfum ekkert þurft á ölmusu frá öðrum til að lifa mjög góðu lífi.

Þegar mínar dætur fæddust þá var okkur bent á að fara bara til Íslands og fara á fæðingardeild þar, því að við hefðum komið út með peninga í vasan. Ég tók fyrir það og sagði að ég þyrfti ekki á ölmusu að halda til að koma mínum börnum í heiminn. Þær fæddust báðar í Miami Flórída og borgaði mína reikninga sjalfur.

Ég sé ekkert lýðræðislegt við það að láta mig greiða fyrir annara manna króa, sorrý Helgi. Þessi bómullarbörn sem er að fara unga út fleirum bómullarbörnum verða að fara skilja, að það er ekkert frítt og þau verða að fara að sjá um sig sjálf.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 25.8.2016 kl. 10:51

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann Kristinsson, ekki veit ég hver þú ert, né hvaðan þú kemur, en hitt veit ég þó að við íbúar þessa lands viljum góða læknisþjónustu frá A til Ö. Og líka það að við borgum skatta í öllu formi og þá vill ég að velferðakerfið sé virkt á öllum sviðum!

Ríkissjóður verður rekin á næsta ári með 75 miljarða hagnaði! Áttaðu þig á því! Og þeir ( Auðvaldið ) tíma ekki að reka hér GOTT þjóðfélag, nema þá helst fyrir sjálfan sig, og geta meira að segja stolið peningum og sloppið við refsingu!

 Kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.9.2016 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband