Herjólfur?

   Nú á að fara að skrifa undir nýsmiðasamning um nýjan Herjólf, og er málin enn þau sömu sem voru opinberuð á síðasta ári, sem sagt allt of lítið skip! 

Það er all svakalegt að horfa upp á þetta ferli í samgöngumálum okkar Eyjamanna, em mér sýnist stefna í allgjört klúður, því miður.

Það er nú bara þannig að alvöru þjóðir byggja samgöngur á sjó ekki svona upp eins og Íslendingar gera ( eða ætla að gera ) Það á ekki að smíða höfn utan um skip, við sjáum að það virkar ekki, en skipstjórarnir á Herjólfi hafa bjargað því sem bjargað varð í siglingum inn í Landeyjahöfn sem er stórhættuleg.

Mér þykir það miður að núverandi stjórnendur Íslands ætla að stoppa sammgönguþróunn í samgöngumálum við Vestmannaeyjar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

þarna er ég þér ALGJÖRLEGA SAMMÁLA HelgiNÝTT SKIP BREYTIR ENGU Í ÞESSU KLÚÐRI, það eina sem gerist er að tilkoma nýrrar ferju verður notað til að réttlæta það raunverulegar aðgerðir til að koma lagi á samgöngur Eymanna við fastalandið verða settar á ís. undecided

Jóhann Elíasson, 7.1.2017 kl. 11:17

2 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi og gleðilegt ár og takk fyrir liðin ár.

Þó Landeyjahöfn hafi ekki staðið undir væntingum um samgönur milli land og Eyja allt árið, held ég að það séu fáir sem í dag vildu leggja höfnina niður og eingöngu sigla í Þorlákshöfn.

Landeyjahöfn er mikil samgöngubót sem vonandi tekst að lagfæra í framtíðinni þannig að hún verði nothæf allt árið.

Ég er sammála þér Helgi Þór að þetta nýja skip er ekki það skip á eftir að bæta samgöngur við Eyjar og með ólíkindum að ekki skuli vera hlustað á þá menn sem hafa verið að gagrýna þessa nýsmíði.

Það virðist ekki vera reiknað með að skipið sigli til Þorlákshafnar, þar sem það gengur ekki meira en 13 mílur. Þannig yrði það í besta veðri 3 tíma og 15 mín á leiðinni.  Skipið yrði auðvitað miklu lengur ef slæmt veður er á leiðinni eins og við þekkjum sem hafa verið á Hejólfi.

Þá eru fáir áhafnarklefar í skipinu sem er slæmt mál ef oft þarf að sigla til Þorlákshafnar, sem virðist óhjákvæmilegt á veturna.

Þegar maður skoðar teikningar af þessu nýja skipi þá er ekki reiknað með að áhöfn skipsins hafi klefa nema kannski skipstjóri og yfirvélstjóri. Þó hafa reglur um það verið í lögum síðan 1922. Hvað ætli stéttarfélög sjómanna segji um það ?

 Sjá  Tilskipun

um eftirlit með skipum og bátum og öryggi þeirra.

Gefnar út í Reykjavík 1922 og í henni stendur m.a.

 25. gr.

Vistarverur áhafnar.

Í öllum skipum skulu vera svefnklefar handa skipshöfninni. Rúmmál og gólfflötur hvers svefnklefa skal vera í samræmi við reglur 23. gr. um klefa farrýmisfarþega. o.s.f.v.  of langt að skrifa greinina alla.

Þetta er gefið út 1922 eða fyrir 94 árum. Þetta er því ótrúlegt klúður ef þessar teikningar af nýju skipi eru réttar.

 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 8.1.2017 kl. 20:59

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sælir bloggfélar mínir, Jóhann og Sigmar, ég sé að við erum allir sammála um þetta klúður sem sammgönguyfirvöld er að frammkvæma smátt og smátt. Ég vill samt ekki segja að aðgeriðir verði settar á ís Jóhann, allavega trúi ég því ekki uppá embættismennina hjá ríkinu, annars væru þeir hjá sammgöngustofu ekki að skoða líkan af Landeyjahöfn.

Þakka þér fyrir síðast Sigmar Þór.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 10.1.2017 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband