Letihaugar?

Eru þingmenn Píratar letihaugar eða hvað? 

Eitt veit ég, ef venjulegt fólk mætir ekki í vinnu, þá er það rekið úr vinnuni.


mbl.is Píratar nýttu 45% nefndarfundardaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það held ég að sé einmitt málið  Svo koma þessir apakettir (ég bið apakettina velvirðingar á þessari samlíkingu) og bera við manneklu og tímaskorti eins og þetta sé eini litli þingflokkurinn í sögu Alþingis.  Ég tek sem dæmi Frjálslynda flokkinn, sem var yfirleitt ekki með fleiri en þrjá menn á þingi, en þar var ágætis mæting á nefndarfundi og ekki man ég til að verið væri að "væla" vegna manneklu.....

Jóhann Elíasson, 23.5.2015 kl. 14:20

2 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Það eru lélegur vinnuveitandinn sem ræður mann í vinnu en krest þess svo að hann sé á mörgum stöðum í einu.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 23.5.2015 kl. 17:54

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já Jóhann, það var ekkert hægt að kvarta yfir vinnubrögðum hjá Adda Kidda Gauj og félögum, mér hef alltaf fundist furðuleg vinnubrögð hjá sumum þingmönnum ( er ekki viss um frænda minn Willum Þór ), og ég veit að á almennum vinnumarkaði yrði þetta ekki liðið. Þakka þér fyrir innlitið.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.5.2015 kl. 09:26

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Birgir Hrafn, mikið veit það að fólk getur ekki verið á mörgum stöðum í einu, enn þegar fólk forfallast í 55% tilvika, þá er eitthvað að. Svo finnst mér undarlegt hvað Píratar sitja oft hjá í atkvæðagreiðslu!

Helgi Þór Gunnarsson, 24.5.2015 kl. 09:32

5 identicon

Legg til að þú lesir útskrýringar Pírata á málinu í stað þess að kolgleypa lína frá Hádegismóum.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 22:12

6 identicon

Málið er einfaldara en tárum taki, herramenn. Tölfræðin hjá Mbl.is er einfaldlega röng og ég skal útskýra það eftir smá, en fyrst langar mig að útskýra annað.

Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að lesa fólk kalla sig letihaug þegar maður vinnur jafn mikið og við. Fyrir skemmtilega tilviljun hef ég verið að taka tímana mína saman upp á síðkastið og ég vann a.m.k. 51 tíma í þarseinustu viku (gleymdi að skrá einhverja) þar sem þó einn dagur var frídagur sem ég einsetti mér að vinna sem allra minnst - sumsé, án þess frídags hefði þetta væntanlega verið um 60-64 tímar. Þrátt fyrir þennan frídag vann ég samt 51 tíma sem ég skráði.

Í seinustu viku vann ég síðan 64 tíma, eða sem nemur þremur aukalegum vinnudögum miðað við venjulega vinnuviku. Mætti alltaf í allsherjar- og menntamálanefnd (enda með 94% mætingu þar) en sleppti báðum fundum velferðarnefndar einmitt því að ég var með of mikið annað á minni könnu.

Athugið að við fáum ekki krónu meira borgað fyrir meira vinnuframlag. Þessir aukalegu þrír vinnudagar af minni hálfu í seinustu viku voru gefins. Þegar tekið er tillit til þess vinnuálags er ég sennilega ekki með neinu hærri laun en ég var með sem forritari, áður en ég fór á þing, en ég nenni satt best að segja ekki að reikna það út vegna þess að það kemur málinu ekki við. Ég er ekki að kvarta né að monnta mig, heldur bara að segja; við erum ekki letihaugar. Við vinnum eins og skepnur.

Hinsvegar eru mætingar í nefndir skráðar og þess vegna vill Morgunblaðið vaða í þær. En svo er hitt að þær eru misjafnlega skráðar milli nefnda. Sem dæmi merkir velferðarnefnd aldrei við mig sem "fjarverandi vegna annarra þingstarfa", jafnvel þegar ég sendi henni póst og tilgreini það, vegna þess að hún lítur svo á (sem er rétt) að ég sé áheyrnarfulltrúi og hafi ekki mætingaskyldu þar eins og ef ég væri nefndarmaður. Þ.a.l. setur Morgunblaðið skróp á mig í hvert sinn sem ég geri annað en að fara á velferðarnefndarfund. Enda er ég ekki nefndarmaður þar og hef ekki atkvæðisrétt. Þrátt fyrir þetta mæti ég sem áheyrnarfulltrúi þegar tiltekin mál eru á dagskrá, hvort sem þau eru í velferðarnefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd eða hvað. Allt eftir því hvaða mál eru á dagskrá. Þetta heitir forgangsröðun.

Nú, síðan yfir í tölfræðina. Þessi tölfræði hjá Mbl.is er tóm þvæla og ég get sýnt fram á það með einföldum hætti. Ég er nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd, en þar hef ég mætt á 61 af 65 nefndarfundum samkvæmt forsendum Morgunblaðsins (þ.e. að seta í annarri nefnd á sama tíma teljist sem mæting), eða er sumsé með 94% mætingu samkvæmt því.

Allsherjar- og menntamálanefnd fundar annan hvern nefndarfundardag. Þannig að ég, einn míns liðs, er að nýta 47% allra nefndarfundadaga bara með þeirri nefnd einni og sér. Nefndardaganýtingin er komin langt yfir 50% með hliðsjón af mínum áheyrnarsetum og þá á meira að segja eftir að reikna Birgittu og Jón Þór inn í. Það gefur augaleið að þessi 45%-tala er tóm vitleysa.

Í þriðja lagi þetta; dugnaður þingmanna ákvarðast ekki af tölfræði í nefndarsetu. Þingmennska er ekki bara nefndarseta heldur allt milli himins og jarðar. Mæting er ekki skráð þegar við erum á skrifstofunni, á fundi í þingflokksherbergi með gestum, eða á fundum út í bæ, eða á ráðstefnum, hádegisfundum, málþingum, eða í viðtölum hjá fjölmiðlum, eða að svara svona ákúrum. Vinnan sem felst í þingmennsku er hvergi skráð á miðlægum stað. Nefndarseta er bara eitt af milljón hlutum sem eru það að vera þingmaður. Við forgangsröðum nefndarstörfum að sjálfsögðu eftir því hvort það sé tímans virði að sitja tiltekinn fund eða ekki. Það meikar ekkert sens að mæta á fund um eitthvað mál sem kemur okkar málasviði ekkert við þegar það hrannast upp verkefnin sem varða okkar stefnu á djúpstæðan hátt.

Í stuttu máli;

1) Við vinnum eins og skepnur. Yfir því er ég hvorki að kvarta né að monnta mig, heldur bara að mótmæla því að vera letihaugur.

2) Tölfræðin hjá Mbl.is stenst enga skoðun og er sannanlega röng.

3) Það meikar ekkert sens að meta dugnað þingmanna út frá tölfræði úr nefndum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 14:11

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Hilmar, (ip tala skráð) Ekki veit ég hvaða "lína" ég á að KOLGLEYPA.

Þú verður að útskýra það betur.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.5.2015 kl. 16:11

8 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Helgi Hrafn Gunnarsson, ég bið þig og flokksystkin þín í Pírötum innilegra afsökunar á þessu upphlaupi mínu, ég átti auðvita að kynna mér málið, en ég er eins og þið þingmenn upptekin maður, vinn svipaðan vinnutíma, en fyrir töluvert minna kaup.

Ég vona að þú lesir þetta nafni.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.5.2015 kl. 16:32

9 identicon

Það er nú minnsta málið að fyrirgefa einhverjum það að trúa fréttunum. Maður trúir því ekki hvað þær eru bregðular fyrr en maður er farinn að lenda reglulega í þeim sjálfur. ;)

Svo er hitt að þessar upplýsingar eru ekkert endilega mjög aðgengilegar. Það tók mig dágóðan tíma að fara í gegnum allar fundargerðirnar fyrir utan að ég þurfti að bera þær saman við glósur hjá mér og minni.

Síðast en ekki síst getur þú varla borið ábyrgð á kolrangri tölfræði hjá Mbl.is.

Í stuttu máli er afsökunarbeiðni tekið fegins hendi en láttu þér nú ekki líða illa, því maður er alltaf háður þeim upplýsingum sem maður hefur á hverjum tíma. Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir að taka svar mitt til greina, því það er ekkert alltaf við því að búast. :) Hafðu það gott!

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.5.2015 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband