Er komið sumar?

Það er nú spurning, allavega er búið að vera sólríkt hér í Eyjum í dag lokadaginn og undanfarna daga, vonandi verður sól áfram, enda er miklu betra að vera upp í sumarbústað í góðu veðri, þó að það sé alltaf gott að vera í sveitinni. Já kallin er að fara á föstudaginn upp í "sveit að elta gamla geit" Við eigendurnir (kallar) ætlum í vinnuferð upp í bústað.

Hvað skyldi stjórnvöld ætla að draga okkur hér í Eyjum lengi á asnaeyrunum????? Þau ætla sér allavega ekki alveg strax í framkvæmdir í samgöngum við Vestmannaeyjar!

Og enn er verið að skrifa og tala um þetta litla og vélarvana skip sem er á teikniborðinu hjá þeim. Þau þurfa að koma með góð rök fyrir þessari VITLEYSU á en ég verð bjartsýnn í sambandi við samgöngur á sjó til Eyja, því miður!!!!! 

Ég læt hér fylgja mynd sem vinur minn hann Óskar Elías Óskarsson eigandi Áhaldaleigan, tók af mér fyrir nokkrum árum á sólardegi upp í stiga við bílskúrin hjá mér.

Gleðilegt sumar kæru lesendur þessa bloggs.

16-17 .júlí 2011 Fjölskyldumyndir 014[1]


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband