Er komið sumar?

Það er nú spurning, allavega er búið að vera sólríkt hér í Eyjum í dag lokadaginn og undanfarna daga, vonandi verður sól áfram, enda er miklu betra að vera upp í sumarbústað í góðu veðri, þó að það sé alltaf gott að vera í sveitinni. Já kallin er að fara á föstudaginn upp í "sveit að elta gamla geit" Við eigendurnir (kallar) ætlum í vinnuferð upp í bústað.

Hvað skyldi stjórnvöld ætla að draga okkur hér í Eyjum lengi á asnaeyrunum????? Þau ætla sér allavega ekki alveg strax í framkvæmdir í samgöngum við Vestmannaeyjar!

Og enn er verið að skrifa og tala um þetta litla og vélarvana skip sem er á teikniborðinu hjá þeim. Þau þurfa að koma með góð rök fyrir þessari VITLEYSU á en ég verð bjartsýnn í sambandi við samgöngur á sjó til Eyja, því miður!!!!! 

Ég læt hér fylgja mynd sem vinur minn hann Óskar Elías Óskarsson eigandi Áhaldaleigan, tók af mér fyrir nokkrum árum á sólardegi upp í stiga við bílskúrin hjá mér.

Gleðilegt sumar kæru lesendur þessa bloggs.

16-17 .júlí 2011 Fjölskyldumyndir 014[1]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hafðu það gott í bústaðnum Helgi.

Því miður held ég að þessum jólasveinum (ég bið ekta jólasveinana afsökunar á þessari samlíkingu), sem sjá um samgöngurnar milli Lands og Eyja sé fyrirmunað að gera nokkurn skapaðan hlut þannig að hann sé í nágreni við það rétta.

Jóhann Elíasson, 12.5.2016 kl. 07:53

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, úfi hvað ég hef haft lítin tíma til að skoða athugasemdir á blogginu hjá mér, mig grunar að þú fyrirgefir mér Jóhann.

Já þetta eru óttalegir jólasveinar, eða bjöllusauðir heldur.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 22.5.2016 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband