Bjartsýnisfólk ?

 

Eru Eyjamenn mikið bjartsýnisfólk? Mér sýnist það allavega þegar ég les bæjarblaðið Fréttir, ég er kannski alltaf með hálftómt glas eins og einn vinur minn í Reykjavík sagði við mig um daginn, allavega er fólk bjartsýnt á samgöngur við Eyjar í gegnum Landeyjahöfn, kannski er þetta bara Polly Önnu leikur hjá fólki, leið til að réttlæta tilveruna hér í Eyjum. Ég persónulega vill hvergi annarstaðar búa, en það er ekki að marka það, ég er svoddan Eyjapeyji.😃 En samgöngu mál okkar hér við Vestmannaeyjar á sjó eru og verð óbreytt, það er allavega mín sýn miða við opinber gögn!

Góðar stundir kæru lesendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Helgi held ég að þetta sé rétt há þér að samgöngur ykkar Eyjamanna á sjó batni ekkert, ég er hræddur um að þær versni ef eitthvað er. Það er ekkert í kortunum, sem segir að menn séu nokkuð að læra af Landeyjahafnarklúðrinu heldur sýnist mér að það eigi bara að bæta í og gera vandamálið enn erfiðara.  En það þarf meira til en svona "smámuni" til að fæla ykkur frá Eyjum og mikið skil ég ykkur vel.

Jóhann Elíasson, 4.10.2015 kl. 12:14

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, þakka þér fyrir innlitið og athugasemdina.

Við erum sammála í samgöngumálum við Vestmannaeyjar.

Svo er það ekki gott að bæjastjórn Vestmannaeyja er á því að minna skip sé lausnin!!!!!! Eins vitlaust og það getur orðið!!!!

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.10.2015 kl. 15:28

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll gamli viur, ekki er nú gott að vera of svartsýnn Helgi minn. En það eru margir svartsýnir á framtíðina ef byggt verður minna skip sem eingöngu er ætlað að sigla á Landeyjahöfn. Það líst mér ekki á, ég held að það verði að vera þarna skip sem hefur góðan ganghraða og er vel búið klefum eins og Herjólfur.  það geti með góðu móti siglt til Þorlákshafnar´. Annars er þetta afturför í samgöngum við Eyjar.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.10.2015 kl. 20:57

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, þakka þér fyrir innlitið, ég er orðin hræddur um að það veri samgönguslys ef þeir smíða vona lítið skip ein og opinbert er!

Kær kveða frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.10.2015 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband