Illur ræðari kennir árinni!

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir og bloggarar, 

Mér finnst þessi frétt með ólíkindum hvað það er lýsandi fyrir það hvernig sumir hugsa í umferðinni! Bara það eitt að öllum ökumönnum sem taka bílpróf er kennt að AKA EFTIR AÐSTÆÐUM HVERJU SINNI! Það virðist vera misbrestur á því, ef eitthvað er að marka þessa frétt. 

Góðar stundir. 


mbl.is Missa stjórn á bifreiðum vegna illa skafinna gatna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikli snjór?!

Já kæru bloggvinir ég er farinn að hallast að því að kuldahretið undanfarnar 3 vikur séu að nálgast met í snjókomu? En hvað veit ég? En hitt veit ég að aldrei hefur verið jafnmikill snjór við húsið mitt á þeim 31 ári en20221227 150243 við höfum búið hérna.

Ég læt fylgja mynd af innkeyrslunni hjá mér.


Jólasnjór.

Við Eyjamenn erum ekki vanir miklum snjó, en núna er töluverður snjór, þó er það mesta sem sést hefur í Eyjum.

Kæru bloggvinir ég óska ykkur og ykkar fjölskyldum gleðilegra jóla.20221224_171759


Klerkarnir hvika

Brottflæmdir Íranar hafa mótmælt harðýðgi og mannréttindabrot klerkastjórnarinnar víða um Evrópu undanfarið.

Ég gekk inn í einn slíkan mótmælafund í London fyrir nokkru. Það sem vakti helst athygli mína var aragrúi mynda af ungu fólki allt niður í 11 ára, sem öryggissveitir klerkastjórnarinnar höfðu myrt frá því að friðsöm mótmæli hófust í landinu. 

Fréttir meginstraumsmiðla eru svo lélegar og nánast allsstaðar þær sömu. Mikilvægar fréttir fara iðulega framhjá fólki vegna þess að ekki er fjallað um málin. Þegar landsliðið í knattspyrnu neitar að syngja þjóðsönginn á HM í Katar sér fólk hvað undiraldan er gríðarleg.

Nú lofar stjórn Íran að leggja niður siðgæðislögregluna og hætta að  skylda konur til að hylja hár sitt og andlit með tilheyrandi höfuðbúnaði. Eftir er að sjá hvort þetta gengur eftir og hvort að fólk sé ekki orðið svo langþreytt á þursaveldinu, að það hætti ekki fyrr en almennum lýðréttindum hefur verið komið á og klerkastjórninni ýtt til hliðar. 

Ríkisstjórn sem myrðir eigin borgara breytist þá í hryðjuverkasamtök. Í Hyde Park í London varð ég þess var að ríkisstjórn Íran er ein slík. Þeirri ríkisstjórn miðaldahugmyndafræði og ógnarstjórnar verður að koma frá völdum.

Ekki virðist vefjast fyrir írönskum konum, að telja höfuðblæjur og handklæði um  höfuð vera tákn ófrelsis kvenna. Á sama tíma fjölgar slæðukonum á götum Reykjavíkur og sértrúarhópurinn á RÚV fagnar og telur þann búnað hinn ákjósanlegasta fyrir konur og fjarri því að hafa nokkuð með áþján karlaveldisins að gera.

Á sama tíma heyja konur og frelsissinnar í Íran hatramma baráttu gegn þessu tákni ófrelsisins og femínistahreyfingar á Vesturlöndum finnst sér það vera algjörlega óviðkomandi. 

 


Mikið rétt hjá Arthur Bogasyni!

Það er ekki góð framtíðarsýn í sjávarútvegsmálum ef fólkið í landinu ætlar að kjósa yfir sig sömu vitleysuna aftur og aftur! 

Ég var sjómaður í tæp 40 ár og kynntist því er kvótakerfið var sett á, mér fannst það ekki svo vitlaust eins og það var sett upp fyrst, svo kom sóknakerfið inn og hefði það virkað ef ríkið hefði viljað, og er sóknakerfi í raun það eina rétta kerfi sem við ættum að vera með, mikill hæðaleikur miða þá tækni sem við höfum í dag.

En auðvita vilja þeir sem eiga kvótann ekki annað kerfi, þeim er að takast að hrifsa til sín öllum veiðiheimildum við Ísland, og sumir erlendis líka, ekki gott mál fyrir miðin og þjóðina!

Góðar stundir.


mbl.is „Það er eitthvað stórkostlegt að“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisnasistar!

Það er alveg með ólíkindum hvað nasistakommarnir eru víða! 

Vita þessir asnar sem kærðu framkvæmdir við varnagarðana við Geldingardali, að þessir varnagarðar fara undir hraun, þetta pakk hefðu verið púuð niður hefðu þau verið uppi 1973 þegar gaus hér hjá okkur í Eyjum!

Sem betur fer er ekki hlustað á þetta lið!

Góðar stundir.


mbl.is Kærðu gerð garða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velferðarkerfi?

Þetta mál er nú bara toppurinn á ísjakanum!

Þar sem ég er eldri en tvær vetur, þá hef ég sjálfur kynnst ýmsu frá ríkinu, svo hef ég margar dæmisögur um það hvað ríkið hatar þegna sína.

Ég hef oft velt því fyrir mér hvað er að gerast þarna í ríkisbákninu?

Góðar stundir.


mbl.is Kerfið þurfi að taka tillit til aðstæðna fatlaðra barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bróðurmissir

Agnar Ingi, Inga Hanna og Halldór JörgenÞað er alltaf undarlegt þegar andlát nákomins ættingja ber að, og sérstaklega þegar ég stóð í þeirri trú á téður ættingi, það er að segja Halldór bróðir minn væri heill heilsu.

En það bera menn ekki alltaf utan af sér hvernig þeim líður á sálinni.

Halldór og kona hans Jóhanna komu hingað til okkar á Áshamarinn í febrúar, ég hef það á tilfinningunni eftirá að hyggja að hann hafi verið að kveðja okkur, verið búin að ákveða að yfirgefa þetta líf.

Það er mjög sárt til þess að vita að litli bróðir minn hafi ekki fundið ljósið, og talið sjálfum sér í trú um að besta leiðinn væri að yfirgefa þetta jarðlíf.

Hvíl þú í friði vinur minn og eini bróðir, allar þínar þjáningar á líkama og sál ertu laus við núna, og væntanlega ertu búin að hitta mömmu og systur okkar, ömmur og afa.

Ég læt eina mynd ad Halldóri hér lengst til hægri, fylgja með.

Góðar stundir.


Lítilsvirðing!

Það er með ólíkindum hvað borgaryfirvöld eru að verða lík ríkinu, Dagur og Co eru búinn að missa tökin á tilverunni í borginni!

Er hægt að leggjast neðar í virðingarleysi!?

Er enginn sem vill breyta þessu í samfélaginu hjá okkur, allavega fengi sá flokkur sem vill Byltingu mitt atkvæði í haust!


mbl.is Blómaker í bílastæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband