Það er nú ekki einleikið hvað veðrið er fagurt þessa dagana, blíða dag eftir dag og spáir enn meiri blíðu.
Jæja nú er Herjólfur búin að sigla í átján daga upp í Bakkafjöru og inn í Land-Eyjahöfn, en ekki er komin svakaleg reynsla á þá daga, en þó nokkur, eins og til dæmis er það orðið morgunn ljóst að þessi höfn er nokkrum númerum of lítil!!!!!!!!
Já ef við ætlum okkur að hugsa til framtíðar, eða voru samgönguyfirvöld ekki að pæla í nema fimm til tíu árum, mér hlakkar svakalega mikið til í vetur, það er að segja, hvernig höfnin kemur út í verstu veðurskylliriðunum, gaman verður að fylgjast með, ekki það að ég vilji að frátafir verði miklar, heldur að mig langar að sjá hvernig þessi Herjólfur kemur út, sá nýi sem átti að smíða hefði nefnilega átt að vera miklu minni og með minni vélaorku, sem er náttúrulega fráleitt og bull!!!!!
Bloggar | 8.8.2010 | 23:05 (breytt kl. 23:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvort sem menn segja Bakkafjöru eða Land-Eyjahöfn, þá er höfnin sú búinn að fá sína fyrstu eldskírn, en í dag(23/07) var nokkuð rok, en Herjólfur sigldi allar 5 ferðirnar eins og ekkert væri rokið.
Ég var í fyrstu mjög á móti Bakkafjöruhöfn, en í dag sé ég að það þýðir ekkert annað en að vera með.
Hitt er annað mál, að ég hálf kvíði fyrir vetrinum, það er að segja ef hann verður slæmur, sem ég auðvita vona ekki.
Ég hálf óttast mína framtíðarsýn, en ég spáði því að Eyjar yrðu elliheimili og ferðamannastaður eftir svona 30-50 ár, bara vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér.
Ég reyni að vera bjartsýnn á þessa nýju samgöngu bót okkar Íslendinga við Heimaey.
Og svo í lokin langar mig að sannreyna þá gróusögu, hvort það sé satt að tveir forsvarmenn framkvæmdanna í Land-Eyjahöfn, hafi siglt á tuðru til Eyja, til þess eins að geta farið með Herjólfi í fyrstu siglinguna aðfara nótt föstudagsins í síðustu viku? Ef einhver bloggvinur minn veit eitthvað um þetta mál, þætti mér vænt um að fá að vita það! Því annar þessara manna bannar siglingar samskonar báta og þeir eru sagðir hafa siglt til Eyja föstudaginn 16 þessa mánaðar.
Bloggar | 24.7.2010 | 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hann er nokkuð fallegur þessi morgunn, er ég og vinnufélagi minn hann Kristján kenndur við Flatir hér í bæ, fórum niður að höfn kl hálf fjögur í nótt til að taka við endum á Brúarfoss.
Veðrið er norðan kaldi, en léttskýjað, og fallegt um að lýta á Eyjunni fögru.
Annars er allt mjög gott að frétta hjá okkur í Eyjum, makríll veiðist hjá flottrollurum, gámabátar eru að kroppa, en verst er hvað ferðafólki hefur fækkað, og ekki bætir það þegar Land-Eyjahöfn er lokuð fyrir báta umferð.
Jæja þetta er gott í bili eftir svona langt hlé.
Bloggar | 8.7.2010 | 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mig langar að setja þrjár myndir inn af sveitinni okkar, ég veit að hann tengdapabbi minn sálugi væri hrifinn af því, en á þessum myndum sést vel hvað hlaupið í Markafljóti fór yfir mikið af túnum Stóradals, við hrósuðum happi yfir því hvað bústaðurinn stendur hátt! Það sem mér finnst furðulegt, er hvað það tekur langan tíma að laga varnargarða við gömlu Makafljótsbrúnna og litla Dímon. Á myndinni hér fyrir neðan sjást litli og stóri Dímon, en hér hægra megin sjáum við til vesturs og grillir í Fljótshlíðina.
Bloggar | 13.6.2010 | 09:15 (breytt kl. 09:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En mín heimabyggð er Heimaey, samt finnst mér og mínum mjög gaman að fara upp á land eins og við köllum það, og allaleið upp í Stóradal undir vestur Eyjafjöllum, ég læt fylgja hér með tvær myndir úr síðustu ferð í sumarbústaðin, en það er liðin vika síðan sú ferð var farin.
Hér til vinstri er bústaðurin Efstidalur, að neðan er húsið í Bakkafjöruhöfn, þar sem Herjólfur mun leggjast upp að 14 júlí!!!!!
Bloggar | 10.6.2010 | 23:54 (breytt kl. 23:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Álagið á Gæslunni gríðarlegt vegna strandveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.5.2010 | 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 206[1] 31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 206[1]](/tn/250/users/f3/helgigunnars/img/31_3-1_april_10_fra_vm_landeyjarhofn_1_dag_dyfkun_206_1.jpg)
![31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 069[1] 31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 069[1]](/tn/250/users/f3/helgigunnars/img/31_3-1_april_10_fra_vm_landeyjarhofn_1_dag_dyfkun_069_1.jpg)
![31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 132[1] 31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 132[1]](/tn/250/users/f3/helgigunnars/img/31_3-1_april_10_fra_vm_landeyjarhofn_1_dag_dyfkun_132_1.jpg)
Bloggar | 24.4.2010 | 01:34 (breytt kl. 01:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Þetta voru magnaðar eldingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.4.2010 | 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)