Færsluflokkur: Bloggar

Samgönguumsögn!

Úr því að þau á "Fréttum" eru svo dugleg að birta bloggið mitt, þá er ekki úr vegi að koma með smá heilræði til handa samgönguyfirvalda. Ég hef óljósan grun um að yfirvald samgöngumála hér á landi ætli sér að láta smíða minna "skip" í staðin fyrir núverandi Herjólf, það yrði svakaleg mistök, og vona ég að ráðamenn Íslands beri þá gæfu og heilbrigða skynsemi til að gera rétt, er ekki komið nóg af KLÚÐRI?

Svo væntanlega vita þessir sömu menn sem ég skrifaði hér um að ofan að hafnargarðarnir í Landeyjarhöfn þurfa að ná út fyrir sandrifið, annars er og verður Landeyjarhöfn bara sumarhöfn!

Góðar stundir góðir lesendur þessa bloggs.


Þingmenn???

Ja mikið var ég hissa er ég heyrði núna í vikunni hvað þingmenn höfðu gert síðustu mínúturnar í vinnunni hjá sér, þar að segja að þau ( þingmennirnir ) gáfu sjálfum sér launabætur í formi styrkja, Ég heyrði símaviðtal við Ólaf Árnason hagfræðing á Bylgjunni og fannst mér Ólafur góður sem engdra nær, það nær ekki nokkrir átt hvernig alþingismenn haga sér, og er ég mest hissa á okkur sjálfum Íslendingum ( sauðsvartur almúginn ) að láta þetta og margt annað í þjóðfélaginu yfir okkur ganga, og hana nú.

 


Herjólfur!

HerjólfurÍ blaðinu Fréttum sem ég las núna rétt áðan er viðtal við Ívar Gunnlaugsson skipstjóra á Herjólfi vegna þess að Ívar er að hætta á Herjólfi, en hvað um það, ég er sammála Ívari um tvö atriði varðandi Herjólf og Landeyjarhöfn, en Ívar varar við því að fara út í nýsmíði á minna skipi en er núna í rekstri og að það þarf að gera Landeyjahöfn að heilárshöfn með lengingu á hafnargörðunum.

Langar mig að nota tækifærið  og óska Ívari velfarnaðar á nýju skipi og þakka honum fyrir samveruna á liðnum árum.


Frammhald af götugrilli

Götugrill IIVegna fjölda áskoranaSmile  birti ég fleiri myndir af götugrillinu um síðustu helgi.Götugrill IIIGötugrill IIII

Götugrill

Nágrannar í götugrilliUm síðustu helgi(laugardag) heldum við götugrill hérna í botnlanganum hjá okkur(Áshamar 42-60)

Myndin hér til hliðar er af mér Andrési og Ómari í góðum gír, enda heppnaðist þessi veisla mjög vel.


Sjómannadagur

Það er gaman að minnast sjómannadagsins, því í mínum huga er hann hátíðisdagur. Hér að neðan eru tvær kappróðrasveitir, Piparsveinar eru á efstumyndinni og miðjumyndinni, en svo neðst er kvennasveit Ísfélagsins, báðar þessar sveitir unnu til verðlauna 1985, en myndin af okkur Piparsveinum í róðri er tekin 1984.Piparsveinar taka á þvíPiparsveinarKvennasveit Ísfélagsins í kappróðri 1985


Auðmenn Íslands!!!!!

Það er með ólíkindum hvað auðmenn Íslands(útgerðarmenn) ætla að fara á límingunum, það hlýtur að renna í þeirra æðum víkingablóð, því þeir vilja helst ekki fara að lögum, við launþegar þurfum að sætta okkur við skatta og því ekki þeir líka. Ég las grein í Mogganum eftir Gísla Jónatans frá Brimhólum hér í bæ, en hann er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði, og finnst mér rauði þráðurinn í þessari grein Gísla vera sú að þeir eru að drepast úr frekju og yfirgangi í öllu, vilja ráða eins og þeir hafa alltaf gert, en nú er kannski ekki nægjanlega þæg börn við stjórnvölin!

Kóta hvað????????

Þetta tal um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar er það mikið mál að það á að sjálfsögðu að kjósa um það, og nota á tækifærið í sumar um leið og við göngum til kjörfundar í forsetakosningunum.

Úr því að það á að skattleggja auðlindina út í sjó, á þá ekki líka að skattleggja aðrar auðlindir hér á Íslandi???????????


mbl.is Á að kjósa um kvótafrumvarpið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árshátíð

Vík í MýrdalJá árshátíð Ísfells var haldin um síðustu helgi austur í Vík í Mýrdal, dvöldum við í tvo sólahringa á Eddu hóteli.

Myndin hér til vinstri er frá Vík, en ég tók þessa mynd í göngutúrnum sem við hjónin fórum á laugardagsmorgunn.

Árshátíðin gekk vel fyrir sig og ekki skemmdi það fyrir að ég varð fimmtugur eftir miðnætti á laugardagskvöldinu.

þeir ferðafélagar sem lesa þetta blogg: Takk fyrir samveruna. Og við eigendur Ísfells segi ég líka takk fyrir okkur, þessi ferð var frábær.


Minning um góðan dreng.

Guðjón Kristinn MattíassonFæddur: 30-4-1962. Dáinn:21-7-2001Nú ætla ég loks að skrifa nokkrar línur í minningu vinar míns Guðjóns, en daglega kölluðum við hann Gaua Matt, ég er búinn að ganga með það í maganum lengi að skrifa um hann Gaua Matt, en ég verð að viðurkenna að kjark og þroska hef ég ekki haft hingað til að framkvæma þann gjörning, nú er svo komið að hann hefði orðið fimmtugur mánudaginn þrítugasta apríl og finnst mér ég ekki geta beðið lengur með að skrifa um vin minn Gaua.Gaui var fæddur og uppalin í Eyjum, sonur Mattíasar Guðjónsonar kenndan við Hvol hér í bæ og Lilju Alexandersdóttur frá Siglufirði.Guðjón var sá drengur sem maður gat treyst og hann var svo traustvekjandi að ég hændist að honum, enda yrðum við nokkuð góðir vinir, og ég var farinn að átta mig á því snemma að hann var þessi  trausti vinur sem flestir eiga bara eitt eintak af, Gaui reyndist mér mikið vel  á okkar yngri árum er maður var vanþroska og vitlaus, en þar átti ég betri vin en ég gerði mér grein fyrir þá.Fyrst man ég eftir Gaua nokkrum  árum fyrir gos er við vorum í öðrum bekk Barnaskóla Vestmannaeyja, en við gerðumst ekki  vinir strax, en ég kynntist Gaua rétt eftir gos, og var það knattspyrnuiðkun og skóli sem kom okkur saman. Góðir vinir vorum við alla tíð, en eftir að við festum ráð okkar sérstaklega ég þá urðu samverustundirnar færri og á tímabili engar. En við hittumst á förnum vegi hér í bæ, og það brást ekki að samtalið endaði  í pælingum  um endurfundi, en það er eins með okkar verk  og öll mannanna verk, þau fara ekki eins og þau eiga að fara, og endurfundir okkar Gaua urðu ekki fleiri meðan hann lifði, en ég hef þá trú að við hittumst hjá honum sem öllu ræður, og ekki veit ég hvort pitla verður  við hönd þá eins var oft hjá okkur vinunum í lifanda lífi en sterkan grun hef ég um það. Margar sögur get ég sagt frá okkur Gaua, en eins og gengur og gerist þá eru þær  ekki allar prenthæfar Það sem mér þykir mjög miður er að við náðum ekki að taka upp þráðinn þar sem hann slitnaði, en við vorum búnir að tala um það að fara að hittast, en við hittumst á hátíðarhöldum sjómannadagsins hér í Eyjum um vorið áður en hann kvaddi þetta jarðneska líf, og töluðum í alvöru að nú gengi þetta ekki lengur, en það var nú eins með mig og Gaua , ef ekki er drifið í því vill lítið verða úr framkvæmdum, og tókum við aldrei upp þráðinn að nýju og er það miður því góður drengur var hann Gaui.Eina vertíð unnum við Gaui saman í Fiskiðjunni,eftir að við vorum hjá Einari og Gaua(Stubbunum)haustið áður, Gaui á lyftara og ég á gólfi eða upp á aðgerðaborði. Það var nú oft fjör enda árið 1981 og við 19 ára. Við vinirnir urðum samferða á sjónum eins og gengur og gerist hér í Eyjum, og finnst mér ég vera nokkuð ábyrgur í því að hann skildi gera sjómennsku að ævistarfi, þannig var að í endaðan ágúst 1982 vantaði menn á Sighvat Bjarnason VE 81, en við stunduðum ufsaveiðar í net og var fiskað í, eins og sagt er til sjós, jæja hvað um það ,en Gaui var að vinna í Fiskiðjunni og ég fór upp í Fiskiðju til hans og spyr hann að því hvort honum langi ekki að koma á sjó, við ætlum að fiska í og sigla til Þýskalands með aflann, svaka flott, en Gaui var eitthvað tregur, en ég hætti ekki fyrr en hann kom með mér niður í bát og það endaði með því að stýrimaðurinn tók niður nafn og kennitölu hans, og þar með var Gaui ráðinn, en okkar samleið byrjaði ekki þarna því ég hætti áður en þeir fóru á sjó en það er nú önnur saga, Gaji fór bara þennan eina túr þarna í ágúst ´82. Sjómennskan hjá Gaua byrjaði ekki að alvöru fyrr en 1984, er hann kemur um haustið á loðnu, sennilega í byrjun október, en ég hætti ´89 en hann var með þeim á Sighvati til ársins 1990 eða 1991, ég er ekki alveg með það á hreinu, en hvað um það, Gaui fékk að leysa af á Smáey VE 144 um vorið 1988, en það get ég staðfest því Logi heitinn Snædal skipstjóri á Smáey bauð mér pláss, en ég var búinn að lofa mér á Huginn VE 55, en ég sagði Loga að ég vissi að Gaui væri laus í augnablikinu, og ég bauð Loga að ég skildi tala við Gaua, og endaði það með því að Gaui réði sig í fast pláss hjá Loga, og þar endaði Gaui sína tilvist hér á jörð, það er að segja, um borð í Smáey VE 144, er báturinn lá við bryggju.Andlát Guðjóns var öllum mikill harmdauði, sérstaklega móður hans eiginkonu,börnum, systkinum og Davíð frænda hans. Ekki get ég neitað því að sorgin bankaði uppá hjá mér, og sérstaklega er ég hugsaði um það á sínum tíma hvernig  faðir Gaua dó 1984 um vorið, þá vorkenndi ég allri fölskyldunni mikið, en  það er oft sagt að þeir sem guðirnir elska deyja  ungir, jú ég verð að trúa því í Gaua tilfelli því ekki var hann gamall er hann kvaddi. Það eina sem ég sé eftir að hafa ekki gert er að hafa ekki ræktað vinskapinn betur við Gauja og hans fjölskyldu. Minning um góðan dreng lifir, hinn æðsti höfuðsmiður himins og jarðar varðveitir fjölskyldu Gaua um ókomna framtíð.Þinn vinur Helgi Þór Gunnarsson. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband