Færsluflokkur: Bloggar

Gleðilegt nýtt ár

Ég sendi öllum lesendum þessara bloggsíðu hugheilar nýárskveðjur, með von um bjarta framtíð.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór.


Þá kaupir ég 10% minna!

Það hlýtur að segja sig sjálft, ekki hafa laun hækkað, verðbólgan í raun yfir 100% síðustu 3 ár, réttast væri að kaupa yfirleitt ekkert neitt.
mbl.is 10% hækkun á flugeldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðileg Jól

IMG_8064Ég sendi lesendum þessa bloggssíðu gleðilega jóla kveðjur, og ósk mína til handa ykkur um bjarta framtíð.

Aðventugleði

Það er búið að vera svo mikið fjör hér í Eyjum alla aðventuna, að ég gat ekki stillt mig að setja þetta video inn með þessari grein.

Við Auja höfum farið á þrenna tónleika og eitt jólahlaðborð, og svo fór ég á skötukvöld hjá einu af fjölmögum félögum hér í bæ, þannig að aðventan er búin að vera mjög góð.

Mig langar að minnast á tónlistarfólkið okkar, bæði ofan að landi og Eyjafólk, við byrjuðum á Frostrósir, sem eru meiriháttar þó einn þriðji mæti til Eyja af söngvurum og spilurum, uppáhalds söngkona mín kom ekki, en það er hún Guðrún Árný. Svo fórum við á styrktartónleika æskulýðsfélags Landakirkju á þriðjudagskvöld, það var vægast sagt gaman. Svo enduðum við í gærkveldi á jólatónleikum Óskars og Laugu, og verð ég nú að segja að þau toppuðu allt er á undan er gengið, og ég vill meina að við Eyjamenn eigum frábært tónlistarfólk, fyrir utan það að Óskar og Lauga er mjög gott söngfólk, svo vill ég ekki gleyma honum Unnari Sigmunds, hann átti  nokkur góð atriði í gærkveldi, og er Herjólfs hugmyndin 2015 MJÖG GÓÐ.


Tímamót

Loðnulöndunn, ´88 eða ´89Það má nú alveg segja að um þessar mundir eru viss tímamót hjá mér, því eftir að ég "hætti á sjó" þá er ég loksins komin í fasta vinnu sem mér líkar og það bara vel, vissi ég allvel hvernig netavinna færi fram, en það kom mér þægilega á óvart hvað netaverkstæðisvinna er skemmtileg, og ekki skemmir hvað vinnufélagarnir er fínir, góður andi (mórall) og sjálfsagt svífur andi Ingólfs heitins þarna um loftin.

Það er nóg um að vera hér í Eyjum fyrir þessi jól, eins og alltaf, mjög margir viðburðir, svo ef maður vill er viðburðir meira að segja í miðri viku. Við hjónin fórum á Frostrósir hér í Eyjum 7 des, og þau klikkuðu ekki frekar en fyrir daginn, nema í fyrra, þá komu þau bara ekki.    

Svo verð ég að minnast á jólahlaðborðið hjá Einsa kalda og Höllin, við vorum þar á laugadagskvöld, og það er vægast sagt snilld, Einar Björn og Gunnar eru snillingar í svona veislum.

Svo í tilefni þess að það eru að verða þrjú ár með hléum síðan ég hætti á sjó, þá læt ég hér fylgja gamla mynd af mér og strákunum á Sighvati Bjarnasyni VE 81.


Jólaföstuhuleiðingar

SnjóálfarÞað er nú ekki svona mikill snjór hjá okkur núna, en það hefur snjóað svona mikið, þessi mynd er líklega tveggja ára gömul, og tók ég hana hjá jóni og Svönu, sem búa beint á móti mér.

Það eru kannski ekki allir sem vita að ég er búinn að vinna í rúman mánuð á netaverkstæði Ísfell í Eyjum, og líkar mér það vel.


Enginn ný frétt

Það er nú ekki ný frétt að vinnuvélar séu fluttar úr landi, við erum búnir að horfa á fraktskipin koma hér við í Eyjum með svona tæki í þrjú ár!Lóðsinn
mbl.is Vinnuvélar streyma úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þór

Fréttin er furðuleg að því leiti að hún segir ekkert af því að Þór fer fyrst til Eyja, og að skipið er búið að vera við Eyjar í 18 tíma.
mbl.is Hressandi að koma í íslenska veðráttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Land-Eyjahöfn!!!!!!!!!

Hafnagarðarnir í LandeyjahöfnÞað er alltaf gott að vera vitur eftirá, Halldór B. Nellett hefði nú getað komið með þessar hugmyndir á hönnunartímanum, ég hef sagt það áður og segi það enn, að hafnargarðarnir verða að ná út að rif. Til gamans læt ég fylgja hér fyrir neðan blogggrein sem ég birti á síðunni í apríl 2008.

Myndin hér til hliðar er tekin í síðustu viku, þarna er Skandia að dæla í sig sandi.

Hvað á maður að halda eftir umræðuna undafarið hér í Eyjum, maður kemur ekki í góðra vinar hóp öðruvísi en að menn skeggræði Bakkafjöruhöfn og sýnist mér að menn séu dregnir í dilka eftir því hvort þeir séu með eða á móti Bakkafjöruhöfn. Umræðan er af hinu góða, en af hverju er hún svona heit núna? Spyr sá sem ekki veit, það er svo skrýtið með okkur mannfólkið hér í Vestmannaeyjum, að okkur finnst við alltaf vera vit eftir á, ég er á þeirri skoðun að það var búið að ákveða byggingu þessara hafnar fyrir síðustu kosningar hvort sem var bæjar eða þing. Ég er á því eftir að hafa tekið þátt í umræðunni um samgöngumál og spjallað við mis háttsetta menn í þjóðfélaginu að það sé verið að slá ryki í augun á okkur hér í Eyjum og alla landsmenn, út af hverju spyr einhver jú það er nú bara þannig að vanur sjómaður sem ég er þá sé ég ekki betur en að höfnin sem þeir ætla að byggja þarna upp í fjöru verði ekki nógu góð á veturna, þannig að eftir fyrsta veturinn í notkun komast(eða þykjast komast að því) þeir að því hvernig sjólag og brim hagar sér þarna í fjörunni, og hvað gera þeir þá? Jú lengja garðanna út fyrir sandrif sem þýðir einfaldlega það að svona framkvæmd verður komin í upphæð að virði jarðgagna, nú er kannski einhver sem les þessi orð að hugsa með sér að þessi náungi sé bara svartsýnis púki, en ég tel mig frekar raunsæjan mann til að réttlæta þessi skrif mín, ég er allavega mjög hræddur við þessa þróun sem er að verða að veruleika hjá okkur hér í Eyjum í dag, ég er sammála þeim röddum sem hafa gangrýnt Magnús Kristinsson fyrir það hvað hann kemur seint með undirskriftarlistann sem ég hef rita undir, en er ekki hægt að réttlæta það með því að segja" betra seint en aldrei". Nú gætu þeir sem þekkja mig sagt að ég ætti að vera ánægður með þessar samgöngubætur vegna þess að ég og tengdafjölskyldan mín eigum sumarhús upp undir Eyjaföllum og Bakkafjöruhöfn myndi breyta miklu fyrir okkur með ferðalög upp í sveit, þá vill ég frekar bjarta framtíð til handa börnum okkar hér í Eyjum heldur en þetta rugl sem er í uppsiglingu hjá samgönguyfirvöldum hér á landi.


mbl.is Landeyjahöfn á röngum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband