Morgunn stund gefur gull í mund

Hann er nokkuð fallegur þessi morgunn, er ég og vinnufélagi minn hann Kristján kenndurLóðsinn við Flatir hér í bæ, fórum niður að höfn kl hálf fjögur í nótt til að taka við endum á Brúarfoss.

Veðrið er norðan kaldi, en léttskýjað, og fallegt um að lýta á Eyjunni fögru.

Annars er allt mjög gott að frétta hjá okkur í Eyjum, makríll veiðist hjá flottrollurum, gámabátar eru að kroppa, en verst er hvað ferðafólki hefur fækkað, og ekki bætir það þegar Land-Eyjahöfn er lokuð fyrir báta umferð.

Jæja þetta er gott í bili eftir svona langt hlé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll bloggvinur, hvenær ætlarðu að koma aftur á fullu inn í bloggið  

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 13.7.2010 kl. 00:26

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll og Blessaður Sigmar, þakka þér fyrir innlitið.

Hvenær ég ætla að byrja að blogga aftur, er nú erfitt að segja né þegja, :-)

Það er nú bara þannig að hjá höfninni er búið að vera mikill erill, hafnarverðir í sumarfríum og svo var á haustmánuðum og í vetur fækkað um eitt og hálft stöðugildi, þannig að oft var ekki sofið mikið í síðasta mánuði, svo bloggið hefur setið á hakanum, því miður.

En kemur betri tíð með blóm í haga, hver veit nema ég taki upp lyklaborðið og fari að semja blogg.

Sigmar, ég bið að heilsa þér og þinni fjölskyldu, héðan frá Eyjunni fögru.

Helgi Þór Gunnarsson, 13.7.2010 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband