Bakkafjöruhöfn(Land-Eyjahöfn)

Hvort sem menn segja Bakkafjöru eða Land-Eyjahöfn, þá er höfnin sú búinn að fá sína fyrstu eldskírn, en í dag(23/07) var nokkuð rok, en Herjólfur sigldi allar 5 ferðirnar eins og ekkert væri rokið.

Ég var í fyrstu mjög á móti Bakkafjöruhöfn, en í dag sé ég að það þýðir ekkert annað en að vera með.

Hitt er annað mál, að ég hálf kvíði fyrir vetrinum, það er að segja ef hann verður slæmur, sem ég auðvita vona ekki.

Ég hálf óttast mína framtíðarsýn, en ég spáði því að Eyjar yrðu elliheimili og ferðamannastaður eftir svona 30-50 ár, bara vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér.

Ég reyni að vera bjartsýnn á þessa nýju samgöngu bót okkar Íslendinga við Heimaey.

Og svo í lokin langar mig að sannreyna þá gróusögu, hvort það sé satt að tveir forsvarmenn framkvæmdanna í Land-Eyjahöfn, hafi siglt á tuðru til Eyja, til þess eins að geta farið með Herjólfi í fyrstu siglinguna aðfara nótt föstudagsins í síðustu viku? Ef einhver bloggvinur minn veit eitthvað um þetta mál, þætti mér vænt um að fá að vita það! Því annar þessara manna bannar siglingar samskonar báta og þeir eru sagðir hafa siglt til Eyja föstudaginn 16 þessa mánaðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband