Eyjalíf

1983 gerði Þráinn Bertelsson bíómynd hér í Eyjum, og er hún mér í fersku minni vegna þess að ég var að vinna í Vinnslustöðinni þegar myndin var tekin upp á filmu þar, mér datt í hug hvort Þráinn væri ekki til í að gera eina en mynd í þessari seríu, og að sjálfsögðu fengi hún nafnið Eyjalíf. Mér hefur allavega fundist fjörið í kringum Bakkafjöruhöfn vera í reyfarastíl, Þráinn gæti varla samið betra handrit, en það sem ráðamenn samgöngumála okkar landsmanna hér á milli lands og Eyja.

Nú fer bráðum að byrja nýr kafli í mínu lífi, er ég lýk minni veru hjá Vestmannaeyjahöfn sem hafnarvörður, en síðasti hafnarvörðurinn kemur úr sumarfríi á mánudag, en ég á helgarvaktina. Þetta er ein skemmtilegasta vinna sem ég hef komist í, mér finnst sama tilfinningin vera sú sama og þegar ég var sextán ára að byrja til sjós, það var einmitt á Herjólfi, og hver veit nema maður endi mína sjómennsku þar.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                 Hér læt ég fylgja mynd af okkur Kristjáni Gunnar Eggertssyni, en ég er einmitt að leysa hann af núna.

Ég og Krisján á Flötunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband