Vesen!!!!

Herjólfur siglir á morgun til Þorlákshafnar

- Sóley dælir við Landeyjahöfn

 Enn er ófært úr Landeyjahöfn til Eyja

Vonir manna um að Herjólfur myndi sigla upp í Landeyjahöfn um helgina dvínuðu mjög eftir að rör sanddæluskipsins Perlunnar festist í gær.  Útséð er með að Herjólfur sigli í Landeyjahöfn á morgun, laugardag en ekki er búið að taka ákvörðun með sunnudaginn.  Dæluskipið Sóley er nú við Landeyjahöfn að dæla upp sandi.


Á Vísi.is er sagt frá því að eftir töluverðar tilfæringar hafi tekist að ná dælurörinu upp en það festist við botninn.  Hins vegar þarf að gera við rörið og því hefur Sóley tekið við sanddælingu við höfnina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta er tapaður leikur að reyna að dæla sandi fram og til baka! Náttúran sér um að loka þessari höfn.

Sigurður Haraldsson, 23.10.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigurður, fyrir gefðu hvað ég svara seint,og þakka þér fyrir innlitið.

Ja þú segir nokkuð með náttúruna, ég ætla bara að segja það sem segja þarf: Vestmannaeyjar væru ekki byggðar í dag ef við Eyjamenn hefðum alltaf hugsað svona!

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband