Hugleiðing á nýju ári

Nú þegar janúar er langt komin er ekki úr vegi að setja smá bloggfærslu inn hjá mér, ég viðurkenni  að ég er frekar latur að skrifa þessi misserin.

En nú hef ég þá frétt að færa að ég er búinn að vera í vinnu hjá höfninni í tvær vikur sem hafnargæslumaður, og verð í fjórar í viðbót, sem er bara fínt, það er þó vinna, ég hefði getað verið lengur á Jóni Vídalín, en þetta er sú vinna sem ég gæti hugsað mér að vinna við í framtíðinni.

Ekki siglir Herjólfur í Bakkafjöru þessa daganna, enda á ég ekki von á því fyrr en í febrúar.

Ég sá ekki betur en að bátarnir færu á sjó í dag hver á eftir öðrum, er ég sat yfir Helgafellinu, en ég get frætt ykkur á því að það voru fluttir út einir fjörtíu gámar af fiski, í gær og í dag.Lóðsinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi. gott að þú ert farinn að blogga aftur.

Kær kveðja 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 29.1.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband