Laugardags hugleiðing

SkandiaGóðan dag góðir bloggvinir og aðrir sem hafa aðgang að síðunni minni.

Mér hefur fundist morgunnstund gefa gull í mund, en það er kannski aldurinn sem hefur breitt því.

Ég get frætt ykkur á því að núna rétt áðan kíkti ég inn á AISið og sá ekki betur er að Skandia sé enn í vari, eitthvað hef ég á tilfinningunni að þeim liggi ekki mikið á, skipsjórinn er ekki eins mikið á tánum eins og skipstjórarnir á Herjólfi.

Hér til hliðar læt ég fylgja mynd af Skandia, sem ég stal af AISinu, eins og sjá má er þetta svolítið öðruvísi skip en Perlan góða, og svolítið öflugra í alla staði.

Ég hef ekki lagt það í vana minn hér á bloggsíðunni að vera að segja gróusögur, nú gengur það fjöllum hærra í Eyjum að skipstjórarnir sem búa upp á landi séu búnir að seigja upp sínu starfi á Herjólfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband