Brælumorgunn

Herjólfur Ekki er nú gott veður í dag frekar en í gær, og get ég ímyndað mér að Herjólfur gæti ruggað svona eins og myndin hér til hliðar sýnir, þessi mynd er tekin upp í Þorlákshöfn. Það hafa ekki alltaf verið dans á rósum í siglingum til Þorlákshafnar, og eru til margar tilvitnanir í þá veru, þannig að andstæðingar Landeyjarhafnar ættu að horfa á söguna áður en þau gaspra út í loftið svartsýnis röddum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi minn, eigum við ekki að horfa í það að í svona veðri yrði ófært í Landeyjahöfn.  Eins og tíðarfarið hefur verið undanfarið hefðu ekki verið farnar margar ferðir í Landeyjahöfn í Janúar og Febrúar, þótt hefði verið búið að "dýpka" þar...............

Jóhann Elíasson, 6.3.2011 kl. 14:30

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég ætla bara rétt að vona að svo verði ekki, því eins og við vitum á Landeyjahöfn að vera framtíðarhöfn fyrir Eyjar.

Helgi Þór Gunnarsson, 7.3.2011 kl. 00:40

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þá er ég hræddur um að margt þurfi að breytast og kostnaðurinn við þær breytingar yrði væntanlega gríðarlega mikill og því miður held ég að þær aðgerðir yrðu svipaðar og ef einhver pissar í skóinn sinn, það er sæmilega notalegt meðan hlandið er enn volgt en svo versnar í því þegar hlandið kólnar og að lokum verða hlutirnir bara verri.  Ég hef alltaf haldið því fram að þið Eyjamenn eruð FÓRNARLÖMB í þessu Landeyjahafnarævintýri og það er ekkert komið fram sem breytir þessari afstöðu minni og frekar hefur þessi skoðun mín styrkst eftir því sem tíminn líður.

Jóhann Elíasson, 8.3.2011 kl. 10:43

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 8.3.2011 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband