Sumarvertíðarhugleiðingar

Það er nú með ólíkindum hvað mikil vinna er hér hjá okkur í Eyjum, ellefu til tólf frakt og skemmtiferðaskip hafa verið að koma á viku nánast allan júlímánuð, ég er viss um að föstudagurinn 22 júlí hafi verið algjört met, enn þá komu tvö skemmtiferðaskip, eitt gámaskip, eitt lýsisskip og svo þrjú frystiskip, öll á sama dagvinnudeginum, enda er ekki mikið sofið þessa dagana hjá hafnarvörðum.

Annars er allt gott að frétta hjá okkur hér í Eyjum, undirbúningur fyrir þjóðhátíð er í fullum gangi, er reyndar allt árið en í júlímánuði fer allt á stað inn í dal.Lóðsinn

Hér að ofan læt ég gamla mynd fylgja með sem ég tók fyrir nokkrum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi Þór, þetta eru góðar fréttir sem gefa til kynna að mikil vinna sé í Eyjum og það er mikið jákvætt.

Kær kveðja.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 26.7.2011 kl. 20:06

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Helgi Þór Gunnarsson, 30.7.2011 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband