Nú þegar ágúst er að verða hálfnaður dettur mér ýmislegt í hug, ekki bara söngtexti sem fjalla um ágústkvöld.
Það er hálfur mánuður síðan þjóðhátíð gekk yfir hjá okkur, en þið upp á stærstu eyju í Vestmannaeyjaklasanum kallið það verslunarmannahelgi, en hátíð sú fór vél fram að mínu mati, þó að fjölmiðlar hafi ekki verið sammála mér, og er mér nokk sama um það, þjóðhátíð verður alltaf haldinn í Eyjum, alveg sama hvað fólki finnst á norðurey, og hana nú.
Á morgunn mun vestmannaeyjahöfn slaka fyrsta bátnum sem tekin var í skipalyftunna í fimm ár, en á eftir Glófaxa VE. fer Portland VE upp. Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá V.H. enda hefur sólahringurinn stundum náð saman hjá okkur hafnavörðum, sem er nú gott.
Það væri nú gaman að vita hvað það hafa farið margir miljarðarnir í ár um höfnina í formi fisks?
Nú eru ekki nema fimmtán dagar eftir af ráðningu minni hjá höfninni, en ég var ráðinn bara til september, þetta er nú búið að vera fínt, ég byrjaði tíunda janúar.
Svo býð ég eftir því að Land-Eyjarhöfn lokist í fyrstu brælu, ekki að ég vilji að hún lokist, heldur er ég viss um að hún lokast í fyrstu brælu, skandia er ekkert dæluskip til að fást við þetta verkefni sem Land-Eyjahöfn er!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.