"Dæluskipið Skandia sér um dýpkun á Landeyjahöfn og nú þegar líður á sumarið heyrast þær raddir að besti tími ársins sé ekki nýttur sem skyldi við dýpkun og undirbúning hafnarinnar. Sporin hræða því Landeyhöfn var lokuð vikum saman síðasta vetur og skipstjórar Herjólfs telja að frátafir verði ekki minni næsta vetur þar sem staðan á höfninni sé óbreytt frá því sem verið hefur.
Landeyjahöfn - Skandia hefur dælt alla daga í ágúst:
Meira undir veðurguðunum komið en skipstjórum, skipi og dýpkun
-Er mat forstjóra Íslenska gámafélagsins á stöðunni í vetur
Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, var spurður út í stöðuna á Skandiu og dýpkunarmálum hafnarinnar. Skandia hefur farið alla daga í ágústmánuði og verið við dýpkun að meðaltali tíu tíma á dag. Staðan á þessu svæði er þokkaleg en það er stórt svæði og kannski ekki hægt að segja nákvæmlega til um einstaka bletti. Almennt séð erum við í góðum málum. Dýpið var mælt rétt fyrir verslunarmannahelgina og svæðið er mælt á tveggja til þriggja vikna fresti. Við erum verktakar hjá Siglingastofnun og dælum ekki nema við séum beðnir um það og fáum þá upplýsingar um staðsetningu á því hvar við eigum að dæla, sagði Jón og var í framhaldinu spurður hvort Skandia hefði fengið fyrirmæli um dýpkun nýlega.
Við höfum fengið fyrirmæli um að dæla sem mest úr svokallaðri rennu og við hafnarkjaftinn. Skandia er úti í dag og svo fer skipið í viðhald í tvo daga.
Hvernig metur þú framhaldið og stöðuna næsta vetur?
Ég held að þetta sé meira undir veðurguðunum komið en skipstjórum, skipi og dýpkun. Ef eitthvað er þá er heldur minni sandur þarna en í fyrra. Ég hef ekki trú á því að höfnin lokist í bráð nema veður verði slæm og hann leggist í suðaustan eða suðvestan áttir í þó nokkurn tíma, engin dæling getur farið fram ef ölduhæðin fer yfir tvo metra. Munurinn á stöðunni núna og í fyrra er að við erum með skip sem getur dælt í tveggja metra ölduhæð á móti skipi sem gat aðeins dælt í eins metra ölduhæð og undirbúningstímabilið er öðruvísi, sagði Jón og þegar hann var spurður hvort hægt hefði verið að undirbúa höfnina betur í sumar svaraði hann því til að engin ástæða væri til að dæla þegar ekki væri þörf á því."
Hér að ofan er grein sem birtist í Fréttir, héraðsblaði okkar Eyjamanna. Mér finnst þessi blaðagrein vera áróðursplagg forstjóra Íslenska gámafélagsins, það er margt sem stenst ekki staðreyndir í þessu máli!
Svo er hér meðfylgjandi mynd af Perlunni, sem stóð sig frábærlega vel í fyrra, þó gömul sé, enda miklu fullkomnari græjur þar um borð.
Flokkur: Bloggar | 28.8.2011 | 17:34 (breytt kl. 17:36) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.