Aðventugleði

Það er búið að vera svo mikið fjör hér í Eyjum alla aðventuna, að ég gat ekki stillt mig að setja þetta video inn með þessari grein.

Við Auja höfum farið á þrenna tónleika og eitt jólahlaðborð, og svo fór ég á skötukvöld hjá einu af fjölmögum félögum hér í bæ, þannig að aðventan er búin að vera mjög góð.

Mig langar að minnast á tónlistarfólkið okkar, bæði ofan að landi og Eyjafólk, við byrjuðum á Frostrósir, sem eru meiriháttar þó einn þriðji mæti til Eyja af söngvurum og spilurum, uppáhalds söngkona mín kom ekki, en það er hún Guðrún Árný. Svo fórum við á styrktartónleika æskulýðsfélags Landakirkju á þriðjudagskvöld, það var vægast sagt gaman. Svo enduðum við í gærkveldi á jólatónleikum Óskars og Laugu, og verð ég nú að segja að þau toppuðu allt er á undan er gengið, og ég vill meina að við Eyjamenn eigum frábært tónlistarfólk, fyrir utan það að Óskar og Lauga er mjög gott söngfólk, svo vill ég ekki gleyma honum Unnari Sigmunds, hann átti  nokkur góð atriði í gærkveldi, og er Herjólfs hugmyndin 2015 MJÖG GÓÐ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband