Herjólfur!

HerjólfurÍ blaðinu Fréttum sem ég las núna rétt áðan er viðtal við Ívar Gunnlaugsson skipstjóra á Herjólfi vegna þess að Ívar er að hætta á Herjólfi, en hvað um það, ég er sammála Ívari um tvö atriði varðandi Herjólf og Landeyjarhöfn, en Ívar varar við því að fara út í nýsmíði á minna skipi en er núna í rekstri og að það þarf að gera Landeyjahöfn að heilárshöfn með lengingu á hafnargörðunum.

Langar mig að nota tækifærið  og óska Ívari velfarnaðar á nýju skipi og þakka honum fyrir samveruna á liðnum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Helgi  Þór, ég hef ekki séð viðtalið við Ívar en tek undir það að menn þurfa að íhuga vel að byggja ekki of lítið skip. Skip sem verður byggt sem samgöngutæki fyrir Vestmannaeyjar verður að geta siglt með góðu móti til Þorlákshafnar ef ófært er í Landeyjahöfn

kær kveðja úr kópavogi. 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 2.7.2012 kl. 19:46

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Sigmar, fyrirgefðu hvað ég svara seint, en við hjónin erpum upp í bústað og verðum fram á sunnudag.

Já Sigmar við erum sammála með Herjólf, nýsmíðin má ekki verða minni en núverandi Herjófur, nema Þeir verði með Þá báða í rekstri.

Kær kveðja frá stóra-dal.

Helgi Þór Gunnarsson, 6.7.2012 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband