Eimskip (Herjólfur)

Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju þjónustan hjá Eimskip gagnvart Herjólfi er eins og hún er?

Málið er að ég hef verið háseti um borð í Herjólfi margoft og þar af leiðandi þekki ég aðstæður sem áhöfnin er í gangvart þjónustu við farþega, í allflestum eða eiginlega öllum tilfellum er áhöfnin að allra vilja gerð til að fólki líði vel um borð í skipinu.

Hvað er þá að? sá sem hefur lesið hingað spyr sig væntanlega, en málið er að mínu mati sölukerfið!

Mér finnst allavega skrítið þegar þeir hjá Eimskip ákveða hvað marga eða eða hvort á að flytja engan gám á milli lands og Eyja, þá virðist eins og boðleiðirnar séu umhverfis jörðina, því það eru biðlistar sem eru tæmdir og gott betur en það, það komast kannski um tuttugu bílar í viðbót!

Mér hefur dottið í hug að Eyjamenn ættu svo mikla peninga að þeir pöntuðu og borguðu, en mættu svo ekki í skipið, en ég held að það sé svolítið langsótt.

Ég man eftir því þegar ég var um borð í Herjólfi sem háseti, þá var þetta vandamál á sunnudögum, en þá var siglt í Þorlákshöfn og var afsökunin upp í húsi að það hafi gleymst að taka gámana út úr kerfinu, það er nefnilega aldrei fluttir gámar á sunnudögum.

Þegar það gerist að biðlistar tæmast svona og rúmlega það, hlýtur það að vera bókunarkerfið hjá Eimskip sem veldur þessu vandamáli, sem er að mínu mati ekki góð þjónusta við farþega Herjólfs, það er t.d. bagalegt að keyra alla leið frá Reykjavík upp á óvon með pláss fyrir bílinn!  

IMG_9322Herjólfur ný kominn inn í Land-EyjahöfnIMG_9322Herjólfur ný kominn inn í Land-Eyjahöfn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband