Gott mál!

Þá er það komið í ljós hvað við bæjabúar viljum, þó ég hafi sagt "já" þá er ég ánægur með að bæjarstjórn leyfi okkur bæjabúum að taka þátt í þessu skipulagsmáli á sem mestan lýðræðishátt.
mbl.is Eyjamenn hafna hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í sjálfu sér er niðurstaðan engin. Bæði "Já" fólk og "Nei" fólk er í rauninni þeir aðilar sem töpuðu í þessu máli. Upp úr stendur að 67% bæjarbúa er alveg sama. Alla vega ekki á móti. Það má líka líta á það að með því að mæta ekki á kjörstað eru kjósendur að leggja málið undir dóm bæjarstjórnar. Enda er bæjarstjórn kosin til þess að taka ábyrgar ákvarðanir bæjarbúum til heilla.
Að vísa ákvarðanatöku í íbúakostningu er ekkert annað en heigulsháttur bæjarstjórnar.
Fræg er íbúakostning um stækkun álvers í Straumsvík. Heigulsháttur bæjarstjórnar til að taka ákvörðun varð til þess að misvitrir kjósendur, hvort sem þeir sögðu já eða nei, greiddu atkvæði í 90% tilvika af algjöru þekkingaleysi. Vandi kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar jókst ef eitthvað var vegna þess að munurinn á já-urum og nei-urum voru einungis 86 athvæði.
Bæjarstjórnir eiga ekki að leyfa sér að leyfa íbúum að sitja uppi með ábyrgðina sem er kjörinna fulltrúa.

Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 24.5.2013 kl. 18:10

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Gunnar, Ekki veit ég hver þú ert, en það skiptir engu í þessu máli.

Mér finnst þú taka dálítið stórt upp í þig þegar þú segir "Að vísa ákvarðanatöku í íbúakostningu er ekkert annað en heigulsháttur bæjarstjórnar".

Ég er á þeirri skoðunn að lýðræðið sé best svona, er það ekki alltaf meirihlutin sem ræður? Annað finnst mér lýsa vanvirðingu gangvart fólkinu sem býr á Íslandi.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.5.2013 kl. 10:49

3 identicon

Heigulshátturinn liggur í því að bæjarstjórn þorir ekki að taka ákvörðun um af eða á. Bæjarstjórnin er kosin í lýðræðislegum kostningum til þess að vinna fyrir fólkið næstu 4 árin við það að taka ákvarðanir.
"Er það ekki alltaf meirihlutinn sem ræður?" Spyrð þú. Jú vissulega. Meirihlutinn réð í kjörklefanum í síðustu bæjarstjórnarkostningunum.
Hver er meirihlutinn í þessari íbúakostningu? Eru það þeir sem sögðu "Nei" (18,67%), þeir sem sögðu "Já" (14,66%) eða þeir sem sögðu "Önsumusekki" (67%)?

Gunnar Magnússon (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 12:20

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Það Segir sig sjálft að 66,67% íbúa í Vestmannaeyjum geta ekki röflað hér eftir, ef þeir byggja í óþökk þeirra 56% sem sögðu "nei"

Ég er ENN á þeirri skoðunn að lýðræðið sé best svona, er það ekki alltaf meirihlutin sem ræður? Annað finnst mér lýsa vanvirðingu gangvart fólkinu sem býr á Íslandi.

Og náttúrulega ræður sá meirihluti sem kaus, það er eðilegt í lýðræðisríki.

Mér hefur fundist lýðræðið fótum troðið hér á landi.

Helgi Þór Gunnarsson, 27.5.2013 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband