Sjómenn til hamingju með daginn!

Við hjónin vorum að koma frá hátíðarhöldum niður á Stakkagerðistúni í fínasta veðri, svolítið kalt, en svo þegar sú gula lét ljós sitt skína þá hitnaði vel í fólkinu.

Hátíðarræðuna flutti Ásmundur Friðriksson nýjasti þingmaður okkar sunnlendinga, mér fannst og finnst ennþá ræðan hans Ása góð, og mikið finnst mér ási vera með líkan talanda og Einar í Betel frændi hans.

Svo finnst mér frændi Ása, hann Snorri Óskarsson góður ræðumaður, það er nú margt líkt með skyldum.

Ég fylgdist með kappróðri í gær niður á höfn, og verð ég að viðra þá skoðun mína að róður er á undanhaldi hér í Eyjum, róðralagið er ekki gott, sér í lagi hjá karlmönnum, en Ísfélags konur slógu í gegn að mínu mati, það var fallegt róðralag hjá þeim, kannski ekki nógu samtaka á borðin en góðar samt. Stýrimaður hjá Ísfélags konum er Benóný Gíslason Piparsveinn með meiru. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband