Hvenær í ósköpunum ætlum við Íslendingar að fara að lifa lífinu með almennri skynsemi og hætta að láta nokkra fjölskyldur ráða öllu hér á landi, við höfðum tækifæri í bankahruninu til að endurreisa Ísland upp úr öskunni, en búsáhaldabyltingin át börnin sín með húð og hári.
Mér finnst alltaf skýrasta dæmið um ofríki auðvaldsins hér á Íslandi með rafbíla, ætli það séu ekki fjörtíu ár síðan fyrsti rafbíllin kom fyrst til landsins, en hvað hefur gerst síðan? Ekki mikið, allur almenningur ekur um á mengandi bensín eða díselbílum, og við sem eru ein ríkasta þjóð í heim með alla þessa hreina orku allt í kringum okkur. Mér skilst að tækifærin bara í raforkunni séu á við olíuumsvif Norðmanna!
En á meðan auðvaldið hefur tögl og haldir hér hjá okkur gerist ekkert nema að þeir geti grætt sem mest á því, og þá skiptir engu máli hver er í ríkisstjórn!
Hér að neðan er mynd af fiskimjölverksmiðju Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, myndina tók ég fyrir nokkrum árum er þeir notuðu svartolíu, en í dag eru þeir með rafmagnskyndingu að mestu leiti. Vinnslustöðin er líka með svona kerfi.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.