Ég get eiginlega ekki að því gert hvað mér finnst samgönguyfirvöld vera á villigötum gagnvart samgöngum á sjó við Eyjar, ég er ekki tilbúin að trúa því að ferðum verði fjölgað með Herjólfi frá því sem hefur verið! Það tekur heilt ár að fá þá fjölgun ferða sem fyrirhuguð er næsta sumar!
Það var haldin borgarafundur á föstudaginn í síðustu viku hér í Vestmannaeyjum, og þar kom ýmist í ljós með hönnun á nýju skipi fyrir Herjólf, þar af kom fyrirspurn úr sal hvort tvístafnungur hefði komið til greina hjá stýrihópnum? Svarið var játandi, en að hugmyndin væri ekki góð vegna þess að skipið þyrfti alltaf að snúa hálfhring í hvorri höfn. Nú er ég alveg mát, hvað skyldu þessir blessaðir SS menn að sunnan meina????? Ég er kannski bara svo vitlaus þó með mína menntun og reynslu til sjós, en ég skil þetta bara ekki!!! Í mínum huga þarf tveggja stafna skip ekki að snúa neitt.
Ég er á þeirri skoðun að það er byrjað á vitlausum enda í þessu öllu saman, Menn eiga ekki að byggja höfn utan um ákveðna stærð af skipum!
Það getur aldrei orðið góð samgöngubót og fyrir utan það að þeir stopp alla samgönguþróun sem átt hefur sér stað síðan 1976!
Athugasemdir
Vandamálið er að "pólitíkin" hefur haft meira að segja í samgöngumálum milli Lands og Eyja en góðu hófi gegnir. Sem dæmi má nefna, ég hef fengið það staðfest að ákveðinn þingmaður, sem upphaflega vildi fá jarðgöng milli Lands og Eyja, sættist á að þess í stað yrði byggð höfn í Bakkafjöru. Eins og ég heyrði söguna, þá á háttsettur pólitíkus að hafa sagt við verkfræðinga Vegagerðarinnar: "það á að verða höfn þarna finnið leið til að svo verði." Sé þetta rétt (sem mér finnst nú reyndar mjög líklegt) þá eru þetta vinnubrögð sem eru langt frá því að vera ásættanleg.
Jóhann Elíasson, 26.10.2014 kl. 19:44
Já sæll Jóhann, þessu get ég vel trúað, því mér fannst alltaf skrýtið hvað göng voru sleigin af snökkt og með miklum áróðri!
Ég hinsvegar var allaf með kenningu um þessi samgöngumál okkar Eyjamanna og landsmann allra hér á milli lands og Eyja, Þú kæri bloggvinur hefur sjáfsagt lesið um þessar kenningar hér inn á síðunni hjá mér?
Mér finnst eitt það merkilegasta við þetta allt saman að þeir teiknuðu stórskipahöfn við hliðina á Landeyjahöfn, vestan meginn!
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 27.10.2014 kl. 19:34
Já, ég kannast við þessa teikningu og held að menn hafi verið farnir að fá efasemdir um að höfn í Bakkafjöru gæti gengið og það hafi verið gert samkomulag um það að bíða með stórskipahöfn í nokkur á meðan átti að sjá hvort ferjuhöfnin "virkaði" það kom í ljós að hún var "klúður" og því var stórskipahöfnin slegin alveg af. Ef ferjuhöfnin hefði aftur á móti virkað þá hefði stórskipahöfninni eitthvað seinkað og hún hefði líka sennilega minnkað eitthvað vegna efnahagshrunsins.................
Jóhann Elíasson, 27.10.2014 kl. 20:53
Hvaða skoðunn hefur þú Jóhann á því að bæta Landeyjarhöfn?
Ég er uppfullur af því að hafnargarðarnir þurfi að ná út fyrir sandrifið( sem reyndar er orðið grynningar), mér finnst eins og innsiglinginn þurfi að vera fyrir utan grunnbrotinn.
En svona frammkvæmd myndi kosta aðra þrjá komma tvo miljarða.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 27.10.2014 kl. 21:40
Ég held að það sé nokkuð rétt hjá þér að sandburðurinn myndi minnka mikið við þessa aðgerð en hún sé bara það ´kostnaðarsöm að hún geti ekki borgað sig. Líftími hafnarinnar lengist ekki það mikið að þetta svari kostnaði. En kannski ef höfnin hefði verið hönnuð þannig í upphafi (sem er rétt að hefði þurft að gera svo einhver von væri til að hún gerði sig) og svo hefði verið gerð kostnaðaráætlun, er ég ekki svo viss um að þessi höfn hefði verið byggð og Árni hefði kannski fengið göngin, sem hann hafði alltaf barist fyrir.......
Jóhann Elíasson, 27.10.2014 kl. 22:26
Já Jóhann, það er nokku til í þessu hjá þér.
Þakka þér fyrir spjallið.
Kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 28.10.2014 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.