Áramótapistill

Kæru blogglesendur, ég óska ykkur gleðilega jólarest.

Mig langar aðeins að skrifa um hugrenningar mínar, en ég sá þátt á ÍNN í gærkveldi með Ingva Hrafni, en Ingvi var að spjalla við Skúla Mogensen og Róbert Guðfinsson, það var svo sem ekki frásögufærandi, nema að mér fannst rauði þráðurinn hjá Skúla og Róbert að þeir eru miklir föðurlandsvinir.

Það er nú öruggt að bankahrunið hefði ekki örðið EF bankafólkið væri jafnmikið á sömu línu og þeir Skúli og Róbert!

Ég ætla að vera jafn bjartsýnn og þeir títtnefndu Róbert og Skúli á næsta ár.

Þetta ár sem er að líða undir lok er búið að vera gott fyrir flesta, en ekki alla því miður.

Ég er búinn að vera að velta fyrir mér hvað við Eyjamenn og konur ætla að gera í atvinnumálum, ég hef GRUN um að ökkur Eyjamönnum hafi fækkað á þessu ári, vonandi ekki.

Mér finnst að það ætti að reyna að byggja upp annan atvinnurekstur en í sjávarútvegi, mig hefur alltaf undrað hvað vantsverksmiðja er lengi í býgerð, en það var byggt hús undir starfsemina rétt fyrir hrun svo bara ekki söguna meir! Það hlýtur að vera eitthvað sem er hægt að byggja upp annað en fiskur!

Sjálfsægt kemur samgönguleisið við Vestmannaeyjar mest þar við sögu! Já ég ætla ekki inn í þá umræðu, því það gerir hvern mann gráhærðan og er víst nóg af þeim á mínum haus. :-)

Kæru lesendur og vinir og ekki síður bloggvinir, ég óska ykkur gleðilegs nýs árs, með von um að næsta ár verði betra en núverandi ár. laughingcool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband