Efstidalur, 2005 og 2012


IMG108Sumarbústaðurinn 3

SumarÞankar

Nú Þegar senn líður að Þjóðhátíð Þá er mér efst í huga ástandið sem ríkisstjórn Þessa lands hefur skapað, bráðum skellur á nýtt kvótaár með tlheyrandi skerðingum, plús allar skattahækkanir, "sveiattan".
Undirbúningur fyrir Þjóðhátíðina gengur vel, og hef ég Það á tilfinningunni að Þessi Þjóðhátíð verði mjög fjölmenn, fyrir utan hvað veðrið verður gott.

Samgönguumsögn!

Úr því að þau á "Fréttum" eru svo dugleg að birta bloggið mitt, þá er ekki úr vegi að koma með smá heilræði til handa samgönguyfirvalda. Ég hef óljósan grun um að yfirvald samgöngumála hér á landi ætli sér að láta smíða minna "skip" í staðin fyrir núverandi Herjólf, það yrði svakaleg mistök, og vona ég að ráðamenn Íslands beri þá gæfu og heilbrigða skynsemi til að gera rétt, er ekki komið nóg af KLÚÐRI?

Svo væntanlega vita þessir sömu menn sem ég skrifaði hér um að ofan að hafnargarðarnir í Landeyjarhöfn þurfa að ná út fyrir sandrifið, annars er og verður Landeyjarhöfn bara sumarhöfn!

Góðar stundir góðir lesendur þessa bloggs.


Þingmenn???

Ja mikið var ég hissa er ég heyrði núna í vikunni hvað þingmenn höfðu gert síðustu mínúturnar í vinnunni hjá sér, þar að segja að þau ( þingmennirnir ) gáfu sjálfum sér launabætur í formi styrkja, Ég heyrði símaviðtal við Ólaf Árnason hagfræðing á Bylgjunni og fannst mér Ólafur góður sem engdra nær, það nær ekki nokkrir átt hvernig alþingismenn haga sér, og er ég mest hissa á okkur sjálfum Íslendingum ( sauðsvartur almúginn ) að láta þetta og margt annað í þjóðfélaginu yfir okkur ganga, og hana nú.

 


Herjólfur!

HerjólfurÍ blaðinu Fréttum sem ég las núna rétt áðan er viðtal við Ívar Gunnlaugsson skipstjóra á Herjólfi vegna þess að Ívar er að hætta á Herjólfi, en hvað um það, ég er sammála Ívari um tvö atriði varðandi Herjólf og Landeyjarhöfn, en Ívar varar við því að fara út í nýsmíði á minna skipi en er núna í rekstri og að það þarf að gera Landeyjahöfn að heilárshöfn með lengingu á hafnargörðunum.

Langar mig að nota tækifærið  og óska Ívari velfarnaðar á nýju skipi og þakka honum fyrir samveruna á liðnum árum.


Frammhald af götugrilli

Götugrill IIVegna fjölda áskoranaSmile  birti ég fleiri myndir af götugrillinu um síðustu helgi.Götugrill IIIGötugrill IIII

Götugrill

Nágrannar í götugrilliUm síðustu helgi(laugardag) heldum við götugrill hérna í botnlanganum hjá okkur(Áshamar 42-60)

Myndin hér til hliðar er af mér Andrési og Ómari í góðum gír, enda heppnaðist þessi veisla mjög vel.


Sjómannadagur

Það er gaman að minnast sjómannadagsins, því í mínum huga er hann hátíðisdagur. Hér að neðan eru tvær kappróðrasveitir, Piparsveinar eru á efstumyndinni og miðjumyndinni, en svo neðst er kvennasveit Ísfélagsins, báðar þessar sveitir unnu til verðlauna 1985, en myndin af okkur Piparsveinum í róðri er tekin 1984.Piparsveinar taka á þvíPiparsveinarKvennasveit Ísfélagsins í kappróðri 1985


Auðmenn Íslands!!!!!

Það er með ólíkindum hvað auðmenn Íslands(útgerðarmenn) ætla að fara á límingunum, það hlýtur að renna í þeirra æðum víkingablóð, því þeir vilja helst ekki fara að lögum, við launþegar þurfum að sætta okkur við skatta og því ekki þeir líka. Ég las grein í Mogganum eftir Gísla Jónatans frá Brimhólum hér í bæ, en hann er framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði, og finnst mér rauði þráðurinn í þessari grein Gísla vera sú að þeir eru að drepast úr frekju og yfirgangi í öllu, vilja ráða eins og þeir hafa alltaf gert, en nú er kannski ekki nægjanlega þæg börn við stjórnvölin!

Kóta hvað????????

Þetta tal um kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar er það mikið mál að það á að sjálfsögðu að kjósa um það, og nota á tækifærið í sumar um leið og við göngum til kjörfundar í forsetakosningunum.

Úr því að það á að skattleggja auðlindina út í sjó, á þá ekki líka að skattleggja aðrar auðlindir hér á Íslandi???????????


mbl.is Á að kjósa um kvótafrumvarpið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband