Það er alltaf gott að vera vitur eftirá, Halldór B. Nellett hefði nú getað komið með þessar hugmyndir á hönnunartímanum, ég hef sagt það áður og segi það enn, að hafnargarðarnir verða að ná út að rif. Til gamans læt ég fylgja hér fyrir neðan blogggrein sem ég birti á síðunni í apríl 2008.
Myndin hér til hliðar er tekin í síðustu viku, þarna er Skandia að dæla í sig sandi.
Hvað á maður að halda eftir umræðuna undafarið hér í Eyjum, maður kemur ekki í góðra vinar hóp öðruvísi en að menn skeggræði Bakkafjöruhöfn og sýnist mér að menn séu dregnir í dilka eftir því hvort þeir séu með eða á móti Bakkafjöruhöfn. Umræðan er af hinu góða, en af hverju er hún svona heit núna? Spyr sá sem ekki veit, það er svo skrýtið með okkur mannfólkið hér í Vestmannaeyjum, að okkur finnst við alltaf vera vit eftir á, ég er á þeirri skoðun að það var búið að ákveða byggingu þessara hafnar fyrir síðustu kosningar hvort sem var bæjar eða þing. Ég er á því eftir að hafa tekið þátt í umræðunni um samgöngumál og spjallað við mis háttsetta menn í þjóðfélaginu að það sé verið að slá ryki í augun á okkur hér í Eyjum og alla landsmenn, út af hverju spyr einhver jú það er nú bara þannig að vanur sjómaður sem ég er þá sé ég ekki betur en að höfnin sem þeir ætla að byggja þarna upp í fjöru verði ekki nógu góð á veturna, þannig að eftir fyrsta veturinn í notkun komast(eða þykjast komast að því) þeir að því hvernig sjólag og brim hagar sér þarna í fjörunni, og hvað gera þeir þá? Jú lengja garðanna út fyrir sandrif sem þýðir einfaldlega það að svona framkvæmd verður komin í upphæð að virði jarðgagna, nú er kannski einhver sem les þessi orð að hugsa með sér að þessi náungi sé bara svartsýnis púki, en ég tel mig frekar raunsæjan mann til að réttlæta þessi skrif mín, ég er allavega mjög hræddur við þessa þróun sem er að verða að veruleika hjá okkur hér í Eyjum í dag, ég er sammála þeim röddum sem hafa gangrýnt Magnús Kristinsson fyrir það hvað hann kemur seint með undirskriftarlistann sem ég hef rita undir, en er ekki hægt að réttlæta það með því að segja" betra seint en aldrei". Nú gætu þeir sem þekkja mig sagt að ég ætti að vera ánægður með þessar samgöngubætur vegna þess að ég og tengdafjölskyldan mín eigum sumarhús upp undir Eyjaföllum og Bakkafjöruhöfn myndi breyta miklu fyrir okkur með ferðalög upp í sveit, þá vill ég frekar bjarta framtíð til handa börnum okkar hér í Eyjum heldur en þetta rugl sem er í uppsiglingu hjá samgönguyfirvöldum hér á landi.
![]() |
Landeyjahöfn á röngum stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.10.2011 | 21:10 (breytt kl. 21:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
![]() |
Heilt naut hvarf ofan í gesti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.8.2011 | 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Landeyjahöfn - Skandia hefur dælt alla daga í ágúst:
Meira undir veðurguðunum komið en skipstjórum, skipi og dýpkun
-Er mat forstjóra Íslenska gámafélagsins á stöðunni í vetur
Bloggar | 28.8.2011 | 17:34 (breytt kl. 17:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég gróf upp gamla grein úr mogganum síðan níunda mai tvöþúsund og fjögur, er valdabaráttan var í þann mund að byrja hjá Rifsbræðrum.
Binna og þeim sem með honum stjórna má teljast til tekna hvað rifsmenn sækjast í V.S.V. eða er það bara kvótinn?
Hér til hliðar er mynd af Kap VE að veiða síld inn í höfninni fyrir svona þremur árum.
Það væri mjög dapurt fyrir okkur Eyjamenn að missa V.S.V í hendur á Rifsbræðrum!!!!!
![]() |
Nýr stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 25.8.2011 | 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Bloggar | 18.8.2011 | 07:05 (breytt 22.8.2011 kl. 21:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þegar ágúst er að verða hálfnaður dettur mér ýmislegt í hug, ekki bara söngtexti sem fjalla um ágústkvöld.
Það er hálfur mánuður síðan þjóðhátíð gekk yfir hjá okkur, en þið upp á stærstu eyju í Vestmannaeyjaklasanum kallið það verslunarmannahelgi, en hátíð sú fór vél fram að mínu mati, þó að fjölmiðlar hafi ekki verið sammála mér, og er mér nokk sama um það, þjóðhátíð verður alltaf haldinn í Eyjum, alveg sama hvað fólki finnst á norðurey, og hana nú.
Á morgunn mun vestmannaeyjahöfn slaka fyrsta bátnum sem tekin var í skipalyftunna í fimm ár, en á eftir Glófaxa VE. fer Portland VE upp. Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá V.H. enda hefur sólahringurinn stundum náð saman hjá okkur hafnavörðum, sem er nú gott.
Það væri nú gaman að vita hvað það hafa farið margir miljarðarnir í ár um höfnina í formi fisks?
Nú eru ekki nema fimmtán dagar eftir af ráðningu minni hjá höfninni, en ég var ráðinn bara til september, þetta er nú búið að vera fínt, ég byrjaði tíunda janúar.
Svo býð ég eftir því að Land-Eyjarhöfn lokist í fyrstu brælu, ekki að ég vilji að hún lokist, heldur er ég viss um að hún lokast í fyrstu brælu, skandia er ekkert dæluskip til að fást við þetta verkefni sem Land-Eyjahöfn er!
Bloggar | 14.8.2011 | 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ef undanlitin eru slýsið og líkamsárásin í nótt, þá er þessi þjóðhátíð vel heppnuð. Það eru töluvert færri á þessari hátíð en í fyrra, sem er bæði gott og slæmt, en þessir krakkar sem eru að koma hingað eru til fyrirmyndar, hér að neðan birti ég gamla þjóðhátíðarmynd. Gleðilega þjóðhátíð.
Bloggar | 30.7.2011 | 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er nú með ólíkindum hvað mikil vinna er hér hjá okkur í Eyjum, ellefu til tólf frakt og skemmtiferðaskip hafa verið að koma á viku nánast allan júlímánuð, ég er viss um að föstudagurinn 22 júlí hafi verið algjört met, enn þá komu tvö skemmtiferðaskip, eitt gámaskip, eitt lýsisskip og svo þrjú frystiskip, öll á sama dagvinnudeginum, enda er ekki mikið sofið þessa dagana hjá hafnarvörðum.
Annars er allt gott að frétta hjá okkur hér í Eyjum, undirbúningur fyrir þjóðhátíð er í fullum gangi, er reyndar allt árið en í júlímánuði fer allt á stað inn í dal.
Hér að ofan læt ég gamla mynd fylgja með sem ég tók fyrir nokkrum árum.
Bloggar | 24.7.2011 | 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hér til hliðar er mynd sem var tekin í vetur er lóðsinn var í einni af mörgum ferðum sínum að aðstoða skandia, það sést á þessari mynd hvernig aðstæður geta verið í mjög góðu veðri, ölduhæð var ekki nema einn metri.
Ég er sannfærður um það enn, að ráðamenn þjóðarinnar þurfa að lengja garðana út fyrir rif.
Bloggar | 12.6.2011 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
![]() |
Ráðist á heimili Ögmundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.5.2011 | 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)