Færsluflokkur: Bloggar

Morgunn stund gefur gull í mund

Hann er nokkuð fallegur þessi morgunn, er ég og vinnufélagi minn hann Kristján kenndurLóðsinn við Flatir hér í bæ, fórum niður að höfn kl hálf fjögur í nótt til að taka við endum á Brúarfoss.

Veðrið er norðan kaldi, en léttskýjað, og fallegt um að lýta á Eyjunni fögru.

Annars er allt mjög gott að frétta hjá okkur í Eyjum, makríll veiðist hjá flottrollurum, gámabátar eru að kroppa, en verst er hvað ferðafólki hefur fækkað, og ekki bætir það þegar Land-Eyjahöfn er lokuð fyrir báta umferð.

Jæja þetta er gott í bili eftir svona langt hlé. 


Sveitasæla

img_9268.jpgMig langar að setja þrjár myndir inn af sveitinni okkar, ég veit að hann tengdapabbi minn sálugi væri hrifinn af því, en á þessum myndum sést vel hvað hlaupið í Markafljóti fór yfir mikið af túnum Stóradals, við hrósuðum happi yfir því hvað bústaðurinn stendur hátt! Það sem mér finnst furðulegt, er hvað það tekur langan tíma að laga varnargarða við gömlu Makafljótsbrúnna og litla Dímon.        Á myndinni hér fyrir neðan sjást litli og stóri Dímon, en hér hægra megin sjáum við til vesturs og grillir í Fljótshlíðina.

img_9267.jpg


Ísland er land mitt!

Efstdalur í skrúðaEn mín heimabyggð er Heimaey, samt finnst mér og mínum mjög gaman að fara upp á land eins og við köllum það, og allaleið upp í Stóradal undir vestur Eyjafjöllum, ég læt fylgja hér með tvær myndir úr síðustu ferð í sumarbústaðin, en það er liðin vika síðan sú ferð var farin.

Hér til vinstri er bústaðurin Efstidalur, að neðan er húsið í Bakkafjöruhöfn, þar sem Herjólfur mun leggjast upp að 14 júlí!!!!!

 

 

Herjólfshús


Vitleisa.

Haldi þíð að það fólk hafi mikið vit á sjávarútvegi sem gerir svona hluti, eins og að leifa strandveiðar og skera niður fjárframlög til Landhelgisgæslunnar, nei og aftur nei, nú eru þeir í essinu sínu sem hafa stundað landhelgisbrot, þeir fá allan þann tíma sem þeir vilja.
mbl.is Álagið á Gæslunni gríðarlegt vegna strandveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir frá Óskar Elías.

31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 206[1]31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 069[1]31.3 1.apríl 10 Frá Vm. Landeyjarhöfn 1.dag Dýfkun 132[1]þessar myndir tók Óskar Elías vinur minn 1. apríl, staðin þekkja margir, en Bakkafjöruhöfn heitir hann.

Furðulegt !

Það er nú margt furðulegt sem móðir náttúra getur gert, með gosvirkni og vindum, eyjan okkar Berthu er ekki stór, en samt er öskufall hjá henni í austurbænum, en hjá mér í vesturbænum er ekki öskufall, svona getur lífið verið skrýtið.
mbl.is „Þetta voru magnaðar eldingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband