Hvað er að?????

Hvað er að??? Er eitthvað að því að dýpka Landeyjahöfn fyrstu tvo árin? Héldu ráðamenn þjóðarinnar að höfnin væri bara tilbúinn eftir að Perlan var búin að fara einu sinni yfir höfnina????

Ekki veit ég hvað þessir blessaðir menn hugsa, en Íslendingar þurfa ekki að finna upp hjólið! Það er löngu vitað að í höfnum sem eru við sandstrandir þarf að dýpka fyrstu árin, hvað þá er gerir stórgos eins og gerðist í vor hjá okkur!

Svo er ekki sagt rétt frá, hvað varðar þessa bilun í henni Perlu, en þeir eru ekki að segja frá því hvað raunverulega gerðist. Sanddæluskipið Perla var að dæla sandi í hafnarmynni Landeyjahafnar er straumur hendir skipinu upp í vestari hafnargarðinn, svo þegar skipið var tekið í slipp, þá kom í ljós skemmdir á stefnisröri.


mbl.is Undirbúa útboð á dýpkun með stærra skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í sjálfu sér er ekkert að því að "dýpka" höfnina en að setja í það 30 milljónir á mánuði í minnst sjö mánuði er nú aðeins of mikið af því góða.  Og svo því sé haldið til haga þá er áætlað að gosefni séu 10-12% af því sem dælt er upp úr höfninni, svo þetta meinta "stórgos" hefur mjög lítil áhrif á höfnina.

Jóhann Elíasson, 30.9.2010 kl. 10:55

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, úr því þeir vildu byggja þessi samgöngumannviki, þá skulu þeir halda því opnu, það er gert annastaðar í þjóðvegakerfinu, eða eru þeir sem nota þennan hluta vegakerfisins, annarflokks fólk?

Eyjafjallajökull er náttúrulega stórt eldfjall, og gosið í vor var á okkar mælikvarða stórt gos, en gosefnin sem runnu út í sjó með Markafljótinu eru bara brotabrot af öllum þeim sandi sem er í fjörunum þarna, þetta eru miljónir tonna á ferðinni, ég yrði ekki hissa, eftir svona 5- 8 ár yrði komin sandfjara frá vestaritanga Markafljótsós að eystri hafnargarði miðjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 14:43

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er nú á því að það væri nær að nota fjármagnið til þess að koma stærri og betri ferju á koppinn en að "henda" þeim í að halda þessu "klúðri" opnu og hversu lengi kemur það til með að halda?

Jóhann Elíasson, 30.9.2010 kl. 14:56

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Er það ekki of seint í rassinn gripið?

Helgi Þór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 14:58

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Að mínu mati þarf að meta hvað menn telja réttlætanlegt að henda miklu í þessa hít og viðurkenna mistökin strax eða hvort þeir vilja "henda" endalaust í þetta þannig að eftir einhvern X tíma verði búið að setja jafn mikinn pening í að halda höfninni opinni eins og ný ferja mundi kosta....  Er ekki verið að tala um að hætta við byggingu álvers í Helguvík en þar er búið að setja 15 milljarða í framkvæmdina hingað til???

Jóhann Elíasson, 30.9.2010 kl. 17:07

6 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fimmtán milljarða?????????

Ég spyr bara eins og fávís kona, eru menn ekki með öllu mjalla????? Annars ef ég hugsa til þess er ríkið ákvað að halda áfram með Hörpuna, þá ætti ég ekki að vera hissa á allri vitleysunni hér á landi.

Ný ferja Jóhann hefði verið miklu ódýrari heldur en dýrasta höfn landsins(Land-Eyjarhöfn).

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.9.2010 kl. 18:06

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er sko alveg sammála þér.

Jóhann Elíasson, 30.9.2010 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband