Hugleiðing á morgni

Er ekki sagt einhverstaðar að "morgunnstund gefi gull í mund" Mér finnst það allavega vera oft á morgnana. Það finnst mér núna eftir gjöfula helgi, en ég var að vinna alla helgina í hafnargæslu, en Laxfoss lestaði hér mjöl hjá Ísfélaginu, ein tvö þúsund tonn, bara gaman af því.

Þegar maður situr yfir skipi, aleinn með sínar hugsanir, þá kemur ýmislegt upp í kollinum hjá mér. Eitt er það sem ég var að hugsa um er stjórnvöld og þetta stjórnkerfi sem við höfum hér á landi, mér finnst þetta hvort tveggja ekki vera að virka, þannig að ég var að hugsa um það hvort ekki mætti henda þessum meinum út í hafsauga, þurfum við að hafa svona pólitík, eða svona spillta embættismenn, ég held ekki. Væri ekki hægt að reka ríkið eins og hvert annað fyrirtæki, lýðurinn myndi kjósa framkvæmdastjóra og ríkisstjórn og punktur. Mér er finnst pólitík vera orðin vond TÍK.

Það verður gaman að sjá hvað ríkistjórnin ætlar að gera í kvótamálum, en það á víst að koma frumvarp fram á næstu dögum, um breytingar á kvótanum.7 tonna hal af Gullax

 Hér til hliðar er mynd sem ég tók um borð í Jóni Vídalín, og erum við á Gulllax veiðum, eins og glöggir menn og konur sjá þá er ekki bara gulllax í pokanum. En það er ein vitleysan við kvótakerfið, sjómenn ráða ekki alltaf við það hvað kemur upp með veiðafærum!

Góðar stundir.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband