Skoðanakúgun

Það er orðið svolítið loðið þetta orð skoðanakúgun, ég er ekki lögfróður maður, en mér finnst þetta orðið rugl, ef menn geta ekki tjáð sínar skoðanir á sinni eigin bloggsíðu, já eða hvar sem er, það hljóta að vera mannréttindi að fá að tjá sig. Ég bara spyr, er ekki leyfilegt fyrir kennara að skrifa í frítíma sínum hvað sem er???????????? Voðalega er ég vitlaus, en maður fræðist og ég fer ekki ofan af því að Snorri er einn besti fræðarinn sem ég hafði í skóla!
mbl.is Kærir Snorra til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snorri vinnur með börnum, þess vegna er þetta mál í gangi.
Snorri má vel segja það sem hann vill, en hann, eins og aðrir í ýmsum starfsgreinum verða að halda aftur af sér.. eða blogga undir alias.. ella geta menn átt á hættu að missa starfið.

Hvað ef Snorri væri múslími... Snorri bin Laden; Kenndi börnum á daginn, en bloggaði um hvernig þau myndu brenna.. og svona á kvöldin; Þetta er óviðeigandi fyrir grunnskólakennara.

Enginn bannar Snorra eða öðrum að tjá sig.. Að auki tel ég nú að krissar séu í hamingjugír, þeir telja sig nú vera píslarvott.. ó ó sjáið okkur, we are being oppressed .

Ef einhverjum er annt um kristni, þá ætti sá hinn sami að spyrja sig hvað menn eins og Snorri gera fyrir kristni, hann segir jú að andstaða við mannréttindi samkynhneigðra sé kjarninn í kristni..  og þú segir að hann sé góður fræðari.. HALLó hann skilur ekki einu sinni sína eigin trú

DoctorE (IP-tala skráð) 23.2.2012 kl. 09:46

2 Smámynd: Lynn Marie Fitzpatrick

"Voðalega er ég vitlaus"

Hinn heilagi sannleikur um gáfnafar þitt.

 Neinei, ég sleit þetta ekkert úr samhengi, ekki bulla svona

Lynn Marie Fitzpatrick, 23.2.2012 kl. 09:52

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

DoktorE! ég verð að biðja þig um að koma fram undir nafni, ekki dulnefni.

En engu að síður er ég ekki svo fróður um trúmálin okkar Snorra, ég trúi honum. En þér trúi ég ekki fyrr en þú kemur fram undir rettu nafni!

Helgi Þór Gunnarsson, 23.2.2012 kl. 20:03

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er tengin við þá staðreynd að hann vinnur með börn í mótun. Að hann skuli vera í aðstöðu að hafa persónuleg áhrif þó hann lesi ekki biblíunna fyrir börnin. Snorri á auðvitað að tjá sig og hvafa hvaða skoðun sem honum þóknast. Hann er ábyggilega góður kennari, enn á ekkert með að kenna hvað sem er. Sem foreldri samkynhneigðs barns myndi ég aldrei sætta mig við hann sem kennara.

Óskar Arnórsson, 24.2.2012 kl. 12:06

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Óskar, þakka þér fyrir innlitið, ég get verið sammála þér með að Snorri er góður kennari, það veit ég af eigin reynslu, Snorri kenndi mér í framhaldskólanum hér í Eyjum. Ætti Snorri ekki að geta kennt hvað sem er, ef hann færi bara eftir námsbókunum? Og að sama skapi ætti hann að geta kennt samkynhneigðs barns, bara ef hann passar sig, og hagar sér eins og kennari.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.2.2012 kl. 12:27

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þessi umræða er samt nokkuð merkileg. Snorri er alveg maður til þess að vera í sviðsljósinu og vonandi hefur hún jákvæð áhrif. Jafnvel þó hann lendi í einhverri varnarstöðu í þessu máli. Það eru samtök í USA sem heita "Flat Earth Society" sem trúa bókstaflega að jörðin sé flöt og það eru háskólamenntað fólk í þessu.

Það er stórmerkilegt hvernig þeir laga öll vísindi sem segja að jörðin sé hnöttur að sínum "vísindum". Það er þess virð að lesa um þetta bara til að skilja hvernig trú á eitthvað bindur fólk sannfæringarkrafti sínum...

Óskar Arnórsson, 24.2.2012 kl. 12:49

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Óskar og þakka þér fyrir málefnalegar athugasemdir, ég er nokkuð sammála þér, og þetta með Flat Earth Society samtökin finnst mér áhugavert, það er bara með ólíkindum hvað fólk getur verið ruglað, en ég hef þá trú að við verðum að trúa á eitthvað, en er þá ekki spurning hvort við höfum frelsi til að trúa á hvað sem er?

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.3.2012 kl. 17:59

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Meðlimir Flat Earth Society líta ekki á sig sem ruglaða. Aftur á móti líta þeir á okkur sem snarruglaða og blekkta til að trúa því að jörðin sé hnöttótt...

Það sem er áhugavert fyrir mér er einfaldlega þessi ótrúlega sterka sannfæring hjá fólki, sum háskólalært þó það sé ekki beint mælikvarði á skynsemi fólks...

Sá sem startaði þessum samtökum er lögfræðingur sem lifir fínu lífi á meðlimagjöldunum...

Fólk á að sjálfsögðu að fá að trúa því sem það vill enn þarf samt sem áður að bera fulla ábyrgð á trú sinni og afleiðingum hennar..

Óskar Arnórsson, 4.3.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband