Lóan er komin til landsins og var smá vorfílingur í dag, sólin kom upp fyrir tíukaffi og var nokkuð bjart í dag.
En verst er að veðrið helst ekki lengi, og Skandia liggur í höfn hér í Eyjum, vonandi verður friður fyrir Skandia að dala næstu daga, því það styttist í páska.
Ég hef bloggað um Landeyjahöfn áður, en það er langt síðan, svo ég viðra mína skoðun en og aftur, að Landeyjahöfn verður aldrei alvöru höfn fyrr en þeir lengja garðana út fyrir sandrifið, þeir áttu aldrei að vera með garðana svona stutta, það er með ólíkindum að mönnum hjá hinu opinbera skyldi detta það í hug að hafa garðana svona eins og raun ber vitni, það verður gaman að vita hvað þeir ætla að berja höfðinu oft við steininn eða garðana.
Svo er annað sem er mér hugleikið, en það er fargjöld með Herjólfi, finnst fólki þetta eðlilegt, að það skuli kosta venjulega fjölskyldu tugi þúsunda að koma eða fara hér á milli land og Eyja!
Flokkur: Bloggar | 20.3.2012 | 21:30 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
33 dagar til jóla
Nýjustu færslur
- 17.11.2024 Elítuherra!
- 9.11.2024 Yfirvinna!?
- 26.10.2024 VG klúður
- 17.8.2024 Nútíma samfélag
- 5.7.2024 ESB rugl!
- 29.6.2024 Morðingi af áetningi?
- 27.3.2024 RUV uppáhald?
- 10.3.2024 Ísraelar!?
- 24.1.2024 Fábjánar!
- 14.1.2024 Hræðinlegt !
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 126
- Frá upphafi: 175968
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 112
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- nafar
- vulkan
- johanneliasson
- jp
- omarragnarsson
- trj
- bofs
- jensgud
- islandsfengur
- skolli
- georg
- kristinnp
- snorribetel
- magnusthor
- gmaria
- sjonsson
- solir
- nautabaninn
- jonmagnusson
- fosterinn
- valmundur
- sighar
- nilli
- reykur
- esv
- solvi70
- oskareliasoskarsson
- siggigretar
- joiragnars
- gretarro
- mosi
- harhar33
- laugi
- kokkurinn
- arnthorhelgason
- eyjapeyji
- skari
- hva
- svenko
- disin
- klerkur
- valurstef
- gretaro
- start
- gthg
- antonia
- svarthamar
- hjaltalin
- pallmagnus
- siggagudna
- kristleifur
- bjarnihardar
- mattikristjana
- gbljosa
- kolbrunerin
- aevark
- friggi
- ews
- gmc
- jarl
- tommisveins
- estersv
- ellidiv
- amman
- svei
- hermingi
- iceship
- blavatn
- gretar-petur
- smarijokull
- harsv
- hallgrimurg
- gudruntora
- kjartanvido
- maggibraga
- hognihilm64
- swaage
- eyglosvava
- peyji
- ragnaro
- jullibrjans
- siggivido
- grimurgisla
- snorris
- vestfirdir
- eyverjar
- birnamjoll
- omarjonsson
- eyglohardar
- saethorhelgi
- andersen
- baldher
- larahanna
- sng
- dunni
- gattin
- franseis
- jaj
- jakobk
- sonurhafsins
- nutima
- undirborginni
- sigurjonth
- rassoplusso
- evropa
- joelsson
- postdoc
- sumri
- gretarmar
- viggojorgens
- alyfat
- jonsnae
- huldumenn
- thjodarheidur
- ellikonn
- kreppan
- hafthorb
- ksh
- lydveldi
- lydurarnason
- skagstrendingur
- thruman
- tudarinn
- gebbo
- jax
- elfarlogi
- asgrimurhartmannsson
Athugasemdir
Heill og sæll Helgi Þór, það er gott og gaman að hafa skoðanir á hlutunum og meiga tjá sig um þau málefni sem maður hefur áhuga á.
Þú talar um að garðarnir í Landeyjahöfn hefðu átt að ná út fyrir sandrifið ( hefði líklega kostað 10 til 15 miljarða), þeir væru allt of stuttir. Þegar höfnin var byggð var sandrifið 400 til 500 metra frá hafnarminninu, og allt virkaði þetta eins og til var ætlast. Síðan kom gos og veður kannski öðru vísi en ætlað var eða eithvað fór öðru vísi en útreiningar sýndu.
Rifið hvarf og annað rif mindaðist frá Markafljótsósum og alveg að og fyrir hafnarminni Landeyjahafnar þarna eru miljónir tonna af sandi á ferðinni. Hefði bara ekki það sama gerst ef garðarnir hefðu verið út fyrir rifið. Alla vega var þetta þannig komið komið í janúar, en nýjustu fréttir herma að nú sé rifið fyrir utan höfnina komið aftur og þá eitthvað nær höfninni.
Ég held að þetta sé mun flóknara mál en við höldum, en ég hef líka trú á því að fundin verði lausn á þessu á næstu árum.
Kær kveðja til þín og þinna úr Kópavogi.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.3.2012 kl. 22:20
Sæll Sigmar, já þú segir nokkuð, það er erfitt að reikna náttúruna út, og ekki bjuggust menn við eldgosi þó við búum á eldfjallaeyju, en mér finnst það liggja í augum uppi að garðarnir þurfa að ná út fyrir grunnbrot, reynslan í Grindavík og Hornafirði sýna það.
Þakka þér fyrir innlitið og góðu kveðjuna.
kær kveðja frá Eyjum.
Helgi Þór Gunnarsson, 24.3.2012 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.