Árið á enda!

Sólarupprás

Nú er 2013 að enda, og gaman verður að sjá og heyra hvernig nýja árið verður, ekki það að mig langi til að sjá það fyrirfram. 

Ekki batnaði samgöngur til Eyja á árinu sem er að líða, það er morgunnljóst, mér var hugsað til þess um daginn hvernig er komið fyrir okkur hér í Eyjum gagnvart samgöngum til Eyja, en mér datt í hug mannlífið fyrir gos er ég man fyrst eftir mér í kringum 1965, en það er kannski full djúpt í árina  tekið.

Það alla veganna ekki ásættanlegt nú 2013 - 2014 að  ekki sé til þær matvörur í verslunum  sem nauðsynjalegar eru heimilum! 

Ég gat nú ekki annað en hlegið innan í mér er ég las síðustu fréttir um hugsanlegar  breytingar á Herjólfi, en Samgöngustofa fékk Þýska sérfræðinga til að skoða Herjólf með hugsanlegar breytingar í huga, en Sigurður Áss nefnir ekki nýja reglugerð sem bannar Herjólfi að sigla eftir árið 2015 nema að miklar breytingar fari fram á skipinu!

Svo nefnir Sigurður Áss að reiknitæki hafi ekki verið nógu þróuð! Þvílíkt bull, alltaf vill Sigurður kenna einhverju öðru um mistökin við hönnun hafnarinnar í Bakkafjöru, hvað þá að viðurkenna mistökin sjálfur. Sigurður heldur kannski að þeir séu ekki mennskir þarna á Siglingasviði samgöngustofu!

Nei þeir hjá Samgöngustofu vilja bara halda áfram að berja höfðinu við steininn, og á meðan fá börnin í Eyjum ekki mjólkina daglega. 

Að endingu vill ég óska lesendum þessa bloggs gleðilegs árs og friðar.

Kær kveðja frá Eyjum 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband