Nágrannar!

Já það getur verið erfitt að eignast góða nágranna, eiginlega er það bara lottó hvernig fólki maður lendi við hliðina á. 

Nú er 28 ár síðan við kaupum húsið áshamar 58 í Eyjum, og hafa nágrannarnir verið mjög fínir allan tíman, en svo bregður við einn góðviðrisdag um síðustu helgi að nábúarnir til 28 ára verða frekar frekir vægast sagt.

Málið er það að við byggðum okkur bílskúr við húsið fyrir 25 árum, og þar sem bílskúrinn var fyrirhugaður við lóðamörk fengum við leifi hjá nágrönnunum á Áshamar 60 (Grímur og Eygló)allt í góðu með það, uppá skrifað blað því til staðfestingar. Ég að að þau sögðu að ég mætti fara með skúrinn sem hæðst upp í loftið. Svo gerði ég ekkert í þakkassanum fyrr en núna og brá svo við vegna þess að sperruendarnir voru fúnir og ákváðum við þá í samráði við húsasmíðameistara að byggja þakkassa á bílskúrinn, nei grannarnir voru nú ekki á því að leifa okkur að smíða svona breiðan kassa, heldur átti hann að vera á lóðamörkum, sem er náttúrulega ekki hægt, því veggurinn er á lóðarmörkum, og samkvæmt teikningu sem nágrannarnir samþykktu fyrir 25 árum á kassinn að vera 60 sentímetrar.

Nú er allt stopp, smiðunum er bannað að vinna inn á lóðinni hjá nágrönnunumIMG 20190619 200610 og byggingarfulltrúinn hjá Vestmannaeyjabæ er í fríi.

Á meðfylgjandi myndum sést vel afstaðan á skúrnum og sólpallinum hjá nágrönnunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband