Bróðurmissir

Agnar Ingi, Inga Hanna og Halldór JörgenÞað er alltaf undarlegt þegar andlát nákomins ættingja ber að, og sérstaklega þegar ég stóð í þeirri trú á téður ættingi, það er að segja Halldór bróðir minn væri heill heilsu.

En það bera menn ekki alltaf utan af sér hvernig þeim líður á sálinni.

Halldór og kona hans Jóhanna komu hingað til okkar á Áshamarinn í febrúar, ég hef það á tilfinningunni eftirá að hyggja að hann hafi verið að kveðja okkur, verið búin að ákveða að yfirgefa þetta líf.

Það er mjög sárt til þess að vita að litli bróðir minn hafi ekki fundið ljósið, og talið sjálfum sér í trú um að besta leiðinn væri að yfirgefa þetta jarðlíf.

Hvíl þú í friði vinur minn og eini bróðir, allar þínar þjáningar á líkama og sál ertu laus við núna, og væntanlega ertu búin að hitta mömmu og systur okkar, ömmur og afa.

Ég læt eina mynd ad Halldóri hér lengst til hægri, fylgja með.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband