Færsluflokkur: Bloggar

Bloggar | 6.2.2011 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góðan dag góðir bloggvinir og aðrir sem hafa aðgang að síðunni minni.
Mér hefur fundist morgunnstund gefa gull í mund, en það er kannski aldurinn sem hefur breitt því.
Ég get frætt ykkur á því að núna rétt áðan kíkti ég inn á AISið og sá ekki betur er að Skandia sé enn í vari, eitthvað hef ég á tilfinningunni að þeim liggi ekki mikið á, skipsjórinn er ekki eins mikið á tánum eins og skipstjórarnir á Herjólfi.
Hér til hliðar læt ég fylgja mynd af Skandia, sem ég stal af AISinu, eins og sjá má er þetta svolítið öðruvísi skip en Perlan góða, og svolítið öflugra í alla staði.
Ég hef ekki lagt það í vana minn hér á bloggsíðunni að vera að segja gróusögur, nú gengur það fjöllum hærra í Eyjum að skipstjórarnir sem búa upp á landi séu búnir að seigja upp sínu starfi á Herjólfi?
Bloggar | 5.2.2011 | 08:28 (breytt 7.2.2011 kl. 19:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.1.2011 | 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Grunni kerfis breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 31.1.2011 | 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ekki sagt einhverstaðar að "morgunnstund gefi gull í mund" Mér finnst það allavega vera oft á morgnana. Það finnst mér núna eftir gjöfula helgi, en ég var að vinna alla helgina í hafnargæslu, en Laxfoss lestaði hér mjöl hjá Ísfélaginu, ein tvö þúsund tonn, bara gaman af því.
Þegar maður situr yfir skipi, aleinn með sínar hugsanir, þá kemur ýmislegt upp í kollinum hjá mér. Eitt er það sem ég var að hugsa um er stjórnvöld og þetta stjórnkerfi sem við höfum hér á landi, mér finnst þetta hvort tveggja ekki vera að virka, þannig að ég var að hugsa um það hvort ekki mætti henda þessum meinum út í hafsauga, þurfum við að hafa svona pólitík, eða svona spillta embættismenn, ég held ekki. Væri ekki hægt að reka ríkið eins og hvert annað fyrirtæki, lýðurinn myndi kjósa framkvæmdastjóra og ríkisstjórn og punktur. Mér er finnst pólitík vera orðin vond TÍK.
Það verður gaman að sjá hvað ríkistjórnin ætlar að gera í kvótamálum, en það á víst að koma frumvarp fram á næstu dögum, um breytingar á kvótanum.
Hér til hliðar er mynd sem ég tók um borð í Jóni Vídalín, og erum við á Gulllax veiðum, eins og glöggir menn og konur sjá þá er ekki bara gulllax í pokanum. En það er ein vitleysan við kvótakerfið, sjómenn ráða ekki alltaf við það hvað kemur upp með veiðafærum!
Góðar stundir.
Bloggar | 31.1.2011 | 06:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi mynd er af húsi ömmu og afa í föðurætt, en það hét Byggðarholt, þau bjuggu í því fram að gosi. En í dag eru 38 ár frá gosbyrjun.
Bloggar | 23.1.2011 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þegar janúar er langt komin er ekki úr vegi að setja smá bloggfærslu inn hjá mér, ég viðurkenni að ég er frekar latur að skrifa þessi misserin.
En nú hef ég þá frétt að færa að ég er búinn að vera í vinnu hjá höfninni í tvær vikur sem hafnargæslumaður, og verð í fjórar í viðbót, sem er bara fínt, það er þó vinna, ég hefði getað verið lengur á Jóni Vídalín, en þetta er sú vinna sem ég gæti hugsað mér að vinna við í framtíðinni.
Ekki siglir Herjólfur í Bakkafjöru þessa daganna, enda á ég ekki von á því fyrr en í febrúar.
Ég sá ekki betur en að bátarnir færu á sjó í dag hver á eftir öðrum, er ég sat yfir Helgafellinu, en ég get frætt ykkur á því að það voru fluttir út einir fjörtíu gámar af fiski, í gær og í dag.
Bloggar | 21.1.2011 | 20:54 (breytt kl. 20:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er mikið gott að þurfa ekki að vera á ferðinni í þessu tíðafari, enda er ófært til Íslands, við erum innilokuð hér í Eyjum.
Það veldur því að við á honum "Jóni Vídalín" komumst ekki á sjó fyrr en kl 15 á morgunn.
![]() |
Þjóðvegurinn lokaður vegna vatnavaxta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 26.12.2010 | 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kæru bloggvinir nær og fjær, ég sendi ykkur hugheilar jólakveðjur með von um að þið hafið það gott yfir jólahátíðarnar, sem og aðra daga.
Með kæri jólakveðju frá Eyjum.
Bloggar | 24.12.2010 | 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Humri og ál stolið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 8.11.2010 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)