Færsluflokkur: Bloggar
Mér verður mikið hugsað um hverskonar þjóðfélag við erum búin að skapa okkur hér á Íslandi, eða á ég kannski að segja að þau þarna í Reykjavík, það er nú spurning? Hver ber ábyrgðina á þessu öllu saman, allir segjast vera saklausir á Bankahruninu.
Ég er nú komin á þá skoðun, að eina sem raunhæft er í stöðunni fyrir fólkið er bylting, og þá meina ég alvöru bylting, ekki búsáhalda eitthvað bull. Það þarf að ná í útrásarvíkingana og stilla þeim upp á torg, og láta þá svara til saka, og náttúrulega láta þá skila peningunum sem þeir stálu úr bönkunum, það held ég að sé eina vitið gagnvart fólkinu í landinu Ísland.
Á meðan auðvaldið og embættismannaklíkan ræður öllu hér á landi, verður lýðurinn kúgaður.
Fólkið eru þrælar ríkis og banka, en ekki öfugt.
Bloggar | 14.10.2010 | 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Rör brotnaði við dýpkun Landeyjahafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.10.2010 | 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér dettur í hug að Georg Lár hafi verið að leigja þeim nýja varðskipið.
![]() |
Gæslan fundaði með danska sjóhernum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2010 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Samvinnu við AGS verði rift |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.10.2010 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Bloggar | 10.10.2010 | 21:15 (breytt kl. 21:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Eyjamenn efstir á Íslandsmóti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.10.2010 | 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
„Fjárlagafrumvarpið skerðir mannréttindi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.10.2010 | 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndarlegur maður á miðjum aldri gekk hljóðum skrefum inn í kaffihúsið.
Hann fékk sér sæti við eitt borðið og gerði sig líklegan til að panta.
Áður en hann komst svo langt varð honum litið á hóp ungra manna við næsta borð. Það fór ekki á milli mála að þeir voru að gera grín að einhverju í fari hans. Um leið og hann mundi eftir litlu bleiku slaufunni sem hann var með í jakkahorninu, þóttist hann vita hvað hefði vakið kátínu ungu mannanna.
Maðurinn reyndi að láta sem ekkert væri, enda vissi hann sem var að viðbrögðin voru sprottin af fáfræði. En það var erfitt að leiða glottið á andlitunum hjá sér. Hann leit beint í augu eins af ungu mönnunum, benti á slaufuna og setti upp spurnarsvip. " þetta!"
Það var eins og við manninn mælt - vinirnir ráku upp skellihlátur. Þeim sem var ávarpaður tókst að stynja upp nokkrum orðum. " Fyrirgefðu, en við vorum bara að tala um hvað litla bleika slaufan væri æðislega sæt við bláa jakkann þinn!"
Maðurinn með slaufuna benti spaugaranum að koma og setjast við borðið hjá sér. Ungi maðurinn gerði eins og hann bað, þótt hann langaði hreint ekki til þess. Maðurinn með slaufuna sagði lágum rómi: " Ég geng með þessa slaufu til að vekja fólk til vitundar um brjóstakrabbamein. Ég geri það til heiðurs móður minni. "
" Æ, það var leitt. Dó hún úr brjóstakrabbameini!"
" Nei, nei. Hún er lifandi og við góða heilsu. En það voru brjóstin hennar sem nærðu mig í frumbernsku og þau voru sá hlýi barmur sem ég hjúfraði mig upp að þegar ég var hræddur og einmana. Ég er þakklátur fyrir brjóst móður minnar og þakklátur fyrir að hún er heil heilsu."
"Jamm, " umlaði hinn. " Ég skil."
"Ég geng líka með þessa slaufu til heiðurs eiginkonu minni, " hélt maðurinn áfram.
"Og er hún í fínu formi líka!" spurði ungi maðurinn.
" Já, hún er við hestaheilsu. Brjóstin hennar hafa veitt okkur hjónunum mikinn unað í ástarlífinu og þau nærðu okkar yndislegu dóttur. Ég er þakklátur fyrir brjóstin á konunni minni og fyrir að hún er heilbrigð."
"Og þú gengur þá líklega með slaufuna til heiðurs dóttur þinni líka!"
"Nei, það er um seinan að heiðra dóttur mína með slaufu. Dóttir mín lést úr brjóstakrabbameini fyrir einum mánuði. Hún hélt að hún væri of ung til að fá brjóstakrabbamein; þess vegna gerði hún ekkert í því þegar hún fann lítinn hnút í brjóstinu fyrir tilviljun. Hún fann ekkert til og þar af leiðandi hélt hún að ekkert væri að óttast."
Unga manninum var greinilega brugðið og skammaðist sín, og nú var hann hættur að glotta. "Fyrirgefðu, mikið er leiðinlegt að heyra þetta."
"En í minningu dóttur minnar geng ég stoltur með litla bleika slaufu sem gefur mér tækifæri til að uppfræða aðra. Farðu nú heim og talaðu við konuna þína og móður þína, dæturnar og vinkonurnar. Og eigðu þetta!"
Maðurinn með slaufuna seildist ofan í vasa sinn og tók upp litla bleika slaufu sem hann rétti hinum. Ungi maðurinn mændi á hana, leit síðan upp eftir langa mæðu og spurði hvort hann vildi hjálpa sér að setja slaufuna á sig.
Í októbermánuði er sérstök athygli vakin á brjóstakrabbameini. Skoðaðu brjóstin reglulega og farðu í brjóstamyndatöku á tveggja ára fresti ef þú ert fertug eða eldri. Hvettu allar konur sem þér þykir vænt um til að gera slíkt hið sama. Sendu þetta til allra sem þú vilt vekja til vitundar um brjóstakrabbamein.
Bloggar | 8.10.2010 | 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Afi minn í móðurætt hét Willum Jörgen Andersen fæddur í Landlyst hér í bæ fyrir einni öld, nákvæmlega í dag.
Afi var næstelstur af sýnum systkinum, en þau voru öll kennd við Sólbakka hér í bæ.
Willum afi giftist ömmu minni, henni Lóu á Kiðabergi (Guðrún Ágústa Ágústdóttir) 4 júní 1933 og voru þau gift til 1988 er afi dó.
Afi og amma bjuggu lengst af á Heiðavegi 55, og eru allar mínar minningar um þau þaðan.
Afi var sjómaður mest alla starfsævi, en skipstjóri og útgerðamaður er ég man fyrst eftir mér.
Hér til hliðar er mynd af afa er hann var orðin fullorðin.
Bloggar | 30.9.2010 | 21:59 (breytt kl. 22:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað er að??? Er eitthvað að því að dýpka Landeyjahöfn fyrstu tvo árin? Héldu ráðamenn þjóðarinnar að höfnin væri bara tilbúinn eftir að Perlan var búin að fara einu sinni yfir höfnina????
Ekki veit ég hvað þessir blessaðir menn hugsa, en Íslendingar þurfa ekki að finna upp hjólið! Það er löngu vitað að í höfnum sem eru við sandstrandir þarf að dýpka fyrstu árin, hvað þá er gerir stórgos eins og gerðist í vor hjá okkur!
Svo er ekki sagt rétt frá, hvað varðar þessa bilun í henni Perlu, en þeir eru ekki að segja frá því hvað raunverulega gerðist. Sanddæluskipið Perla var að dæla sandi í hafnarmynni Landeyjahafnar er straumur hendir skipinu upp í vestari hafnargarðinn, svo þegar skipið var tekið í slipp, þá kom í ljós skemmdir á stefnisröri.
![]() |
Undirbúa útboð á dýpkun með stærra skipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 30.9.2010 | 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)